Veiran sem ógnar heimsbyggðinni, Kína og flokknum Þórir Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2020 09:00 Covid-19 kórónuveiran sem nú breiðist um Kína og allan heim getur haft meiri og verri áhrif en nokkurn grunaði í fyrstu. Einn smitsjúkdómasérfræðingur, Gabriel Leung yfirmaður lýðheilsudeildar háskólans í Hong Kong, varar við því að farsóttin geti á endanum náð til 60 prósent heimsbyggðarinnar ef ekkert er að gert. Nú þegar hafa 60 þúsund manns veikst og um 1.400 látið lífið, langflestir í Kína. Fyrir kommúnistastjórnina í Kína er til mikils að vinna að ráða niðurlögum veirunnar. Það er ekki bara af því að hún fer brátt að ógna efnahagslegri velgengni landsins. Í þúsundir ár tengdi almenningur í Kína mannskæðar hamfarir við pólitískan óstöðugleika. Keisarinn hafði umboð æðri máttarvalda til valda en hamfarir og önnur óáran gátu verið tákn um að hann hefði misst þetta umboð. Xi Jinping ræður nú ríkjum í Kína nánast eins og keisari. Hann má ekki við því að almenningur efist um umboð hans og kommúnistaflokksins til valda. Þrátt fyrir að kommúnistaflokkurinn hafi ríkt í Kína frá 1949 þá er hugmyndin um guðlega vel- eða vanþóknun á yfirvöldum lífseig í Kína. Þess vegna hafa stjórnirnar í Pekíng lagt gífurlega áherslu á að koma í veg fyrir að almenningur fái slæmar upplýsingar af hamförum. Það hafa þau bæði gert með því að koma í veg fyrir dauðsföll, sem er auðvitað gott, og, ef það dugar ekki, að hefta upplýsingastreymi um þau. Á síðustu árum hefur Kína opnast fyrir umheiminum. En á ótrúlega skömmum tíma er það að lokast aftur. Stjórnvöld í að minnsta kosti 50 ríkjum hafa bannað fólki sem hefur verið í Kína síðustu 14 daga inngöngu í landið. Í Ástralíu fá þó ástralskir ríkisborgarar að koma til heimalandsins en er gert að fara í sóttkví í tvær vikur. Risastórri fjarskiptaráðstefnu, Mobile World Congress, sem átti að vera í Barcelona síðar í þessum mánuði var aflýst í gær. Stórfyrirtæki eins og BT, Amazon, LG, Sony, Intel, Facebook og Nokia höfðu þá hætt við þátttöku. Á miðvikudag var Formúlukappakstrinum aflýst sem átti að fara fram í Kína í apríl. Hér á landi hafa ferðaþjónustuaðilar fundið illilega fyrir fækkun kínverskra ferðamanna. Þetta mátti meðal annars heyra á leigubílstjórunum sem lýstu áhyggjum sínum í fréttatíma Stöðvar 2. Þegar SARS farsóttin kom upp í Kína 2003 fóru um 20 milljónir Kínverja í ferðalög til útlanda á hverju ári; í fyrra voru kínverskir ferðamenn 150 milljónir. Ferðamannasvæði víða um heim – þar á meðal Íslandi – voru farin að treysta á aukinn fjölda kínverskra ferðamanna og hafa því orðið fyrir miklum skelli. Engir hafa þó gripið til harðari aðgerða en sjálf stjórnvöld í Kína. Þau hafa þegar sett milljónir manna í einangrun með því að stöðva ferðir fólks frá Wuhan, þar sem vírusinn kom fyrst fram, og öðrum borgum í Hubei héraði. Í héraðinu búa nærri 60 milljónir manna. Útbreiðsla kórónuveirunnar ógnar lífi fólks víða um heim en getur líka ógnað alræði kommúnistaflokksins í Kína.Getty/Qilai Shen Á vissan hátt getur umheimurinn andað léttar vitandi af ofurvaldi kommúnistaflokksins í Kína, sem hefur afl til að grípa til róttækra og umfangsmikilla aðgerða án lýðræðislegs samráðs. Kínversk stjórnvöld gátu þannig með pennastriki stöðvað hópferðir milljóna manna til útlanda. Yfirvöld í Yunnan héraði hafa gefið út símaapp sem fólki er gert að nota á almannafæri, til dæmis í strætó eða verslunum, og skanna QR kóða sem gefur til kynna staðsetninguna. Þannig geta heilbrigðisyfirvöld fylgst með ferðum íbúanna – sem eru 48 milljónir. Ástandið á sóttarsvæðum er nöturlegt. Í Wuhan hefur stjórnvöldum ekki tekist að útvega læknum og hjúkrunarfólki nægan varnarbúnað þannig að starfsfólkið þarf að umgangast sjúklinga með sömu andlitsgrímu og það notaði daginn áður og daginn þar áður. Sumt heilbrigðisstarfsfólk notar bleyjur til að þurfa ekki að girða niðrum sig í klósettferðum. Ekki er hægt að ímynda sér marga staði í heiminum þar sem heilbrigðisstarfsmenn láta bjóða sér upp á slíkar aðstæður. Í byrjun mánaðarins var heldur ekki hægt að ímynda sér þúsund rúma spítala byggðan á tíu dögum. Jafnvel utan Hubei er drungi yfir þjóðlífinu. Pekíng er eins og draugaborg. Þó að alræði kommúnistaflokks Kína kunni að gera stjórnvöldum þar kleift að grípa til harkalegra aðgerða sem eru nauðsynlegar að einangra veiruna sem mest innan Kína (99% tilfella eru enn í Kína) þá hafa margir Kínverjar einmitt sett spurningamerki við ofurvald flokksins vegna viðbragða hans við sóttinni þegar hún kom upp. Gífurleg reiði blossaði upp í garð stjórnvalda við andlát læknisins sem fyrstur sagði frá vandanum. Fólk spyr: hefði verið hægt að ráðast gegn sjúkdómnum strax í upphafi ef læknirinn, Li Wenliang, hefði fengið hrós fyrir að láta vita af honum í stað þess að vera handtekinn og neyddur til að draga yfirlýsingar sínar til baka? Misstu stjórnvöld af tækifæri til að stöðva útbreiðsluna vegna sjálfkrafa viðbragða sem ganga út á að eyða gagnrýni? Hugsunin ein fyllir marga bræði og þeir skella skuldinni á kerfið sem kommúnistaflokkurinn hefur byggt upp í Kína. Umræða á Weibo, hinu kínverska Facebook, með myllumerkinu #viðviljumtjáningarfrelsi náði til tveggja milljóna manna áður en henni var lokað. Stjórnvöld hafa umsvifalaust slökkt á öðrum slíkum þráðum. Þó að kínversk stjórnvöld hafi beðist afsökunar á meðferðinni á Li þá eru þau ekki að fara að létta á ritskoðun í landinu í bráð. Vísindamenn segja að hugsanlega sé komið að þeim tíma á lífsferli farsóttarinnar að draga fari úr nýsmitum þar til vírusinn verður á endanum máttlaus og hverfur. Vonandi er það rétt. Víst er að stjórnvöld í Kína munu gera allt sem þau geta til að kveða vírusinn í kútinn. Auk hættunnar fyrir Kína og heimsbyggð alla þá getur sjálf tilvist kommúnistaflokksins á valdastóli verið í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 kórónuveiran sem nú breiðist um Kína og allan heim getur haft meiri og verri áhrif en nokkurn grunaði í fyrstu. Einn smitsjúkdómasérfræðingur, Gabriel Leung yfirmaður lýðheilsudeildar háskólans í Hong Kong, varar við því að farsóttin geti á endanum náð til 60 prósent heimsbyggðarinnar ef ekkert er að gert. Nú þegar hafa 60 þúsund manns veikst og um 1.400 látið lífið, langflestir í Kína. Fyrir kommúnistastjórnina í Kína er til mikils að vinna að ráða niðurlögum veirunnar. Það er ekki bara af því að hún fer brátt að ógna efnahagslegri velgengni landsins. Í þúsundir ár tengdi almenningur í Kína mannskæðar hamfarir við pólitískan óstöðugleika. Keisarinn hafði umboð æðri máttarvalda til valda en hamfarir og önnur óáran gátu verið tákn um að hann hefði misst þetta umboð. Xi Jinping ræður nú ríkjum í Kína nánast eins og keisari. Hann má ekki við því að almenningur efist um umboð hans og kommúnistaflokksins til valda. Þrátt fyrir að kommúnistaflokkurinn hafi ríkt í Kína frá 1949 þá er hugmyndin um guðlega vel- eða vanþóknun á yfirvöldum lífseig í Kína. Þess vegna hafa stjórnirnar í Pekíng lagt gífurlega áherslu á að koma í veg fyrir að almenningur fái slæmar upplýsingar af hamförum. Það hafa þau bæði gert með því að koma í veg fyrir dauðsföll, sem er auðvitað gott, og, ef það dugar ekki, að hefta upplýsingastreymi um þau. Á síðustu árum hefur Kína opnast fyrir umheiminum. En á ótrúlega skömmum tíma er það að lokast aftur. Stjórnvöld í að minnsta kosti 50 ríkjum hafa bannað fólki sem hefur verið í Kína síðustu 14 daga inngöngu í landið. Í Ástralíu fá þó ástralskir ríkisborgarar að koma til heimalandsins en er gert að fara í sóttkví í tvær vikur. Risastórri fjarskiptaráðstefnu, Mobile World Congress, sem átti að vera í Barcelona síðar í þessum mánuði var aflýst í gær. Stórfyrirtæki eins og BT, Amazon, LG, Sony, Intel, Facebook og Nokia höfðu þá hætt við þátttöku. Á miðvikudag var Formúlukappakstrinum aflýst sem átti að fara fram í Kína í apríl. Hér á landi hafa ferðaþjónustuaðilar fundið illilega fyrir fækkun kínverskra ferðamanna. Þetta mátti meðal annars heyra á leigubílstjórunum sem lýstu áhyggjum sínum í fréttatíma Stöðvar 2. Þegar SARS farsóttin kom upp í Kína 2003 fóru um 20 milljónir Kínverja í ferðalög til útlanda á hverju ári; í fyrra voru kínverskir ferðamenn 150 milljónir. Ferðamannasvæði víða um heim – þar á meðal Íslandi – voru farin að treysta á aukinn fjölda kínverskra ferðamanna og hafa því orðið fyrir miklum skelli. Engir hafa þó gripið til harðari aðgerða en sjálf stjórnvöld í Kína. Þau hafa þegar sett milljónir manna í einangrun með því að stöðva ferðir fólks frá Wuhan, þar sem vírusinn kom fyrst fram, og öðrum borgum í Hubei héraði. Í héraðinu búa nærri 60 milljónir manna. Útbreiðsla kórónuveirunnar ógnar lífi fólks víða um heim en getur líka ógnað alræði kommúnistaflokksins í Kína.Getty/Qilai Shen Á vissan hátt getur umheimurinn andað léttar vitandi af ofurvaldi kommúnistaflokksins í Kína, sem hefur afl til að grípa til róttækra og umfangsmikilla aðgerða án lýðræðislegs samráðs. Kínversk stjórnvöld gátu þannig með pennastriki stöðvað hópferðir milljóna manna til útlanda. Yfirvöld í Yunnan héraði hafa gefið út símaapp sem fólki er gert að nota á almannafæri, til dæmis í strætó eða verslunum, og skanna QR kóða sem gefur til kynna staðsetninguna. Þannig geta heilbrigðisyfirvöld fylgst með ferðum íbúanna – sem eru 48 milljónir. Ástandið á sóttarsvæðum er nöturlegt. Í Wuhan hefur stjórnvöldum ekki tekist að útvega læknum og hjúkrunarfólki nægan varnarbúnað þannig að starfsfólkið þarf að umgangast sjúklinga með sömu andlitsgrímu og það notaði daginn áður og daginn þar áður. Sumt heilbrigðisstarfsfólk notar bleyjur til að þurfa ekki að girða niðrum sig í klósettferðum. Ekki er hægt að ímynda sér marga staði í heiminum þar sem heilbrigðisstarfsmenn láta bjóða sér upp á slíkar aðstæður. Í byrjun mánaðarins var heldur ekki hægt að ímynda sér þúsund rúma spítala byggðan á tíu dögum. Jafnvel utan Hubei er drungi yfir þjóðlífinu. Pekíng er eins og draugaborg. Þó að alræði kommúnistaflokks Kína kunni að gera stjórnvöldum þar kleift að grípa til harkalegra aðgerða sem eru nauðsynlegar að einangra veiruna sem mest innan Kína (99% tilfella eru enn í Kína) þá hafa margir Kínverjar einmitt sett spurningamerki við ofurvald flokksins vegna viðbragða hans við sóttinni þegar hún kom upp. Gífurleg reiði blossaði upp í garð stjórnvalda við andlát læknisins sem fyrstur sagði frá vandanum. Fólk spyr: hefði verið hægt að ráðast gegn sjúkdómnum strax í upphafi ef læknirinn, Li Wenliang, hefði fengið hrós fyrir að láta vita af honum í stað þess að vera handtekinn og neyddur til að draga yfirlýsingar sínar til baka? Misstu stjórnvöld af tækifæri til að stöðva útbreiðsluna vegna sjálfkrafa viðbragða sem ganga út á að eyða gagnrýni? Hugsunin ein fyllir marga bræði og þeir skella skuldinni á kerfið sem kommúnistaflokkurinn hefur byggt upp í Kína. Umræða á Weibo, hinu kínverska Facebook, með myllumerkinu #viðviljumtjáningarfrelsi náði til tveggja milljóna manna áður en henni var lokað. Stjórnvöld hafa umsvifalaust slökkt á öðrum slíkum þráðum. Þó að kínversk stjórnvöld hafi beðist afsökunar á meðferðinni á Li þá eru þau ekki að fara að létta á ritskoðun í landinu í bráð. Vísindamenn segja að hugsanlega sé komið að þeim tíma á lífsferli farsóttarinnar að draga fari úr nýsmitum þar til vírusinn verður á endanum máttlaus og hverfur. Vonandi er það rétt. Víst er að stjórnvöld í Kína munu gera allt sem þau geta til að kveða vírusinn í kútinn. Auk hættunnar fyrir Kína og heimsbyggð alla þá getur sjálf tilvist kommúnistaflokksins á valdastóli verið í húfi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar