Á leigumarkaði af illri nauðsyn? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu leigjenda á Íslandi enda má að segja að skipulegur leigumarkaður hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér á landi. Raunar fann tæpur helmingur leigjenda nánast enga kosti við leigumarkaðinn í könnun sem framkvæmd var fyrir Íbúðalánasjóð fyrr á þessu ári. Helst var bent á þann ókost að leiga sé of há en yfirgnæfandi meirihluti telur óhagstætt að leigja eða um 92% svarenda. Það má því ætla að langflestir sem nú eru á leigumarkaðnum myndu heldur kjósa annað búsetuform. Það bendir til að að leiguhúsnæði sé í augum þessa hóps ill nauðsyn fremur en valkostur.Námsmenn og öryrkjar meginþorri leigumarkaðsins Um 16% fullorðinna eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnuninni og hefur þetta hlutfall lítið breyst undanfarin ár. Ungt fólk er líklegra til að leigja en um 60% allra leigjenda eru á aldrinum 18-34 ára og eru námsmenn fjölmennasti hópur leigjenda. Næst fjölmennastir eru öryrkjar sem telja 27% leigumarkaðsins og ætla má að stór hluti þeirra sé í félagslegu leiguhúsnæði.Leigjendur verr staddir Einstaklingar á leigumarkaði eru líklegri til að telja sig búa við óöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði samkvæmt fyrrnefndri könnun Íbúðalánasjóðs og Zenter. Þannig telur helmingur leigjenda sig búa við slíkt öryggi en hlutfallið er 94% á meðal íbúðareigenda . Algengasta ástæða þess að leigjendur töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi var of hátt leiguverð. Samkvæmt gögnum Eurostat búa talsvert fleiri leigjendur á Íslandi við íþyngjandi húsnæðiskostnað en húsnæðiseigendur og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 en talað er um að húsnæðiskostnaður sé íþyngjandi þegar hann nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum heimilisins. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2016 bjuggu um 15% allra leigjenda þá við íþyngjandi húsnæðiskostnað en einungis tæplega 5% íbúðareigenda. Hins vegar er hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi leigukostnað ekki hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hlutfallið hér á landi mældist 17% árið 2016 en mældist hærra m.a. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því glíma hlutfallega fleiri leigjendur við fjárhagslega örðugleika í nágrannalöndum okkar.Leigjendur eiga í vandræðum með að leggja fyrir Vísitölur leiguverðs, íbúðaverðs og launa fylgdust nokkuð vel að á árunum 2011-2016. En nokkur breyting hefur þó orðið þar á. Frá árinu 2016 hefur leiguverð hækkað nokkuð meira en ráðstöfunartekjur, einkum ef litið er til yngstu aldurshópanna. Hærra hlutfall tekna fer því í leigu og erfiðara verður að leggja fyrir og kaupa íbúð. Þannig segjast 20% leigjenda safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman en einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það er því mikið verk að vinna sé áhugi á að hér á landi verði leigumarkaðurinn raunverulegur og ákjósanlegur valkostur.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun