Forstjóri Uber líkti morði við árekstur sjálfkeyrandi bíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:56 Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber. Sádar eru einir stærstu fjárfestarnir í fyrirtækinu. Vísir/EPA Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01
Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent