Viðskipti erlent

Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara

Kjartan Kjartansson skrifar
Verðbréfaútboð Uber í maí stóð ekki undir væntingum.
Verðbréfaútboð Uber í maí stóð ekki undir væntingum. Vísir/EPA

Vöxtur farveitunnar Uber hefur aldrei verið minni og fyrirtækið tapaði tveimur milljörðum dollara, jafnvirði um 638 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Stærstur hluti tapsins er vegna greiðslna til starfsmanna sem áttu hlutabréf í kjölfar verðbréfaútboðs sem stóð ekki undir væntingum í maí.

Tapið er það stærsta í sögu Uber. Fyrir utan greiðslurnar til starfsmanna tapaði fyrirtækið 1,3 milljörðum dollara, nærri því tvöfalt meira en í fyrra, að sögn New York Times. Tekjur Uber uxu um 3,1 milljarð sem er 14% meira en í fyrra. Það er engu að síður minnsti vöxtur sem fyrirtækið hefur greint frá í uppgjörum sínum.

Lyft, keppinautur Uber, tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að fyrirtækið myndi ekki tapa eins miklu á þessu ári og fyrri spár gerðu ráð fyrir. Fyrirtækin eiga meðal annars í harðri samkeppni í heimsendingum á mat. Uber greindi frá því að áskrifendafjöldi þess hefði tvöfaldast á öðrum ársfjórðungi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.