Viðskipti erlent

Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara

Kjartan Kjartansson skrifar
Verðbréfaútboð Uber í maí stóð ekki undir væntingum.
Verðbréfaútboð Uber í maí stóð ekki undir væntingum. Vísir/EPA
Vöxtur farveitunnar Uber hefur aldrei verið minni og fyrirtækið tapaði tveimur milljörðum dollara, jafnvirði um 638 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Stærstur hluti tapsins er vegna greiðslna til starfsmanna sem áttu hlutabréf í kjölfar verðbréfaútboðs sem stóð ekki undir væntingum í maí.Tapið er það stærsta í sögu Uber. Fyrir utan greiðslurnar til starfsmanna tapaði fyrirtækið 1,3 milljörðum dollara, nærri því tvöfalt meira en í fyrra, að sögn New York Times. Tekjur Uber uxu um 3,1 milljarð sem er 14% meira en í fyrra. Það er engu að síður minnsti vöxtur sem fyrirtækið hefur greint frá í uppgjörum sínum.Lyft, keppinautur Uber, tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að fyrirtækið myndi ekki tapa eins miklu á þessu ári og fyrri spár gerðu ráð fyrir. Fyrirtækin eiga meðal annars í harðri samkeppni í heimsendingum á mat. Uber greindi frá því að áskrifendafjöldi þess hefði tvöfaldast á öðrum ársfjórðungi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.