Viðskipti erlent

Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls

Kjartan Kjartansson skrifar
Sjálfkeyrandi bíll Uber. Áætlun fyrirtækisins um sjálfkeyrnandi bíla hefur ekki borið barr sitt eftir banaslysið í fyrra.
Sjálfkeyrandi bíll Uber. Áætlun fyrirtækisins um sjálfkeyrnandi bíla hefur ekki borið barr sitt eftir banaslysið í fyrra. Vísir/Getty

Saksóknarar í Arizona telja að farveitan Uber sé ekki ábyrg vegna banaslyss sem átti sér stað í mars í fyrra. Þá ók sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins á gangandi vegfaranda á leið yfir götu. Tilraunir fyrirtækisins með sjálfkeyrandi tækni

Þrátt fyrir að saksóknarnir telji fyrirtækið ekki bera lagalega ábyrgð á slysinu vísuðu þeir máli ökumannsins sem sat við stýrið til rannsóknar hjá lögreglu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna manndráps af gáleysi. Lögreglan hefur sagt að auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá slysinu.

Slysið átti sér stað í borginni Tempe þar sem sjálfkeyrandi Volvo XC90-jepplingur var í tilraunaakstri. Rannsókn hefur leitt í ljós að ökumaðurinn sem sat við stýrið og átti að vera tilbúinn að grípa inn í hafi verið að streyma myndefni á símanum sínum rétt áður en bíllinn skall á tæplega fimmtuga konu sem fór yfir götuna. Hún lést af sárum sínum.

Tvær samgönguöryggisstofnanir rannsaka ennþá banaslysið. Uber hélt prófunum sínum á sjálfkeyrandi bílum áfram í desember en umfang þeirra en minna en áður en slysið átti sér stað.


Tengdar fréttir

Gafst stuttur tími til að bregðast við

Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.