Viðskipti erlent

Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls

Kjartan Kjartansson skrifar
Sjálfkeyrandi bíll Uber. Áætlun fyrirtækisins um sjálfkeyrnandi bíla hefur ekki borið barr sitt eftir banaslysið í fyrra.
Sjálfkeyrandi bíll Uber. Áætlun fyrirtækisins um sjálfkeyrnandi bíla hefur ekki borið barr sitt eftir banaslysið í fyrra. Vísir/Getty
Saksóknarar í Arizona telja að farveitan Uber sé ekki ábyrg vegna banaslyss sem átti sér stað í mars í fyrra. Þá ók sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins á gangandi vegfaranda á leið yfir götu. Tilraunir fyrirtækisins með sjálfkeyrandi tækni

Þrátt fyrir að saksóknarnir telji fyrirtækið ekki bera lagalega ábyrgð á slysinu vísuðu þeir máli ökumannsins sem sat við stýrið til rannsóknar hjá lögreglu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna manndráps af gáleysi. Lögreglan hefur sagt að auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá slysinu.

Slysið átti sér stað í borginni Tempe þar sem sjálfkeyrandi Volvo XC90-jepplingur var í tilraunaakstri. Rannsókn hefur leitt í ljós að ökumaðurinn sem sat við stýrið og átti að vera tilbúinn að grípa inn í hafi verið að streyma myndefni á símanum sínum rétt áður en bíllinn skall á tæplega fimmtuga konu sem fór yfir götuna. Hún lést af sárum sínum.

Tvær samgönguöryggisstofnanir rannsaka ennþá banaslysið. Uber hélt prófunum sínum á sjálfkeyrandi bílum áfram í desember en umfang þeirra en minna en áður en slysið átti sér stað.


Tengdar fréttir

Gafst stuttur tími til að bregðast við

Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést.

Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið

Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×