Jafnrétti og kvenhetjan Tahirih Inga Daníelsdóttir skrifar 14. mars 2019 14:03 Það verða ekki allir frægir á einni nóttu og sömuleiðis lifa ekki allir frægð sína. En þó er líklega sjaldgæft að nöfn eða afrek fólks séu fyrst að verða ljós í almannavitund meira en 150 árum eftir andlátið. Nú eftir áramótin kom út á íslensku bókin Áfram konur – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Höfundarnir eru norskar konur en Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina á íslensku. Titillinn lýsir umfjöllunarefni bókarinnar en framsetning efnisins með knöppum texta í teiknimyndaformi gerir hana sérlega aðlaðandi fyrir unglinga og ungmenni sem eru að glöggva sig á heiminum og mynda sér skoðanir. Okkur sem eldri erum er líklega tamt að eigna Vesturlöndum hugmyndir um mannréttindi og þróun kvenréttinda. Nafnið Tahirih hefur ekki farið hátt eða okkur verið kennt að persnesk kona hafi markað þáttaskil í kvenréttindabaráttu fyrir meira en 150 árum – fyrr en nú að henni eru gerð nokkur skil í þessari nýju bók. Hún var þó líklega þekktari sem ljóðskáld. Tahirih var fædd fyrir 1820 en ekki er vitað nákvæmlega um árið. Á þeim tíma var konum í Persíu ekki ætluð bókmennt en hún fékk þó að vera áheyrandi að trúarbragðakennslu föður síns sem var múlla (kenndi íslamska guðfræði), að því tilskyldu að hún væri falin bak við tjald. Fjórtán ára var hún gefin í hjónaband en eiginmaðurinn sætti sig aldrei við framferði hennar eða skoðanir, hvorki varðandi stöðu kvenna né í trúmálum, hann skildi við hana og meinaði henni að hitta börnin sín. Tahirih notaði hvert tækifæri til að tala um réttindi og stöðu kvenna. Þegar hún steig það afdrifaríka skref að taka niður blæjuna á fundi og fyrir framan karlmenn olli það svo miklu uppnámi að einn fundargesta svipti sig lífi en Thahirih galt fyrir baráttu sína með áralöngu stofufangelsi og á endanum með lífi sínu. Árið 1852 var hún kyrkt með slæðunni sinni og líkinu fleygt. Baráttukonan vissi vel að hverju hún gekk og eftirminnileg eru orð hennar: „Þið getið drepið mig þegar ykkur þóknast en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Á síðari árum hefur saga Tahirih spurst út á Vesturöndum og orðið fólki innblástur. Má m.a. nefna lögfræðifyrirtækið Tahirih Justice Center sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð konum og stúlkum sem eru innflytjendur í Bandaríkjunum til að verja þær gagnvart hvers kyns ofbeldi og órétti en reynir einnig að beita sér í stefnumótun um málefni kvenna. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ég fékk í hendur bókina Áfram konur, þar sem hlutur Tahirih í mannkynssögunni er kynntur fyrir almennum lesendum, skuli berast þær fréttir af konu í heimalandi hennar Íran, mannréttindalögfræðingnum Nasri Sotoudeh, að hún hafi verið dæmd til 148 svipuhögga og 38 ára fangelsisvistar. Og fyrir hvað? Jú ekki síst fyrir að berjast gegn þeirri lagaskyldu að konur skuli bera slæðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Það verða ekki allir frægir á einni nóttu og sömuleiðis lifa ekki allir frægð sína. En þó er líklega sjaldgæft að nöfn eða afrek fólks séu fyrst að verða ljós í almannavitund meira en 150 árum eftir andlátið. Nú eftir áramótin kom út á íslensku bókin Áfram konur – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Höfundarnir eru norskar konur en Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina á íslensku. Titillinn lýsir umfjöllunarefni bókarinnar en framsetning efnisins með knöppum texta í teiknimyndaformi gerir hana sérlega aðlaðandi fyrir unglinga og ungmenni sem eru að glöggva sig á heiminum og mynda sér skoðanir. Okkur sem eldri erum er líklega tamt að eigna Vesturlöndum hugmyndir um mannréttindi og þróun kvenréttinda. Nafnið Tahirih hefur ekki farið hátt eða okkur verið kennt að persnesk kona hafi markað þáttaskil í kvenréttindabaráttu fyrir meira en 150 árum – fyrr en nú að henni eru gerð nokkur skil í þessari nýju bók. Hún var þó líklega þekktari sem ljóðskáld. Tahirih var fædd fyrir 1820 en ekki er vitað nákvæmlega um árið. Á þeim tíma var konum í Persíu ekki ætluð bókmennt en hún fékk þó að vera áheyrandi að trúarbragðakennslu föður síns sem var múlla (kenndi íslamska guðfræði), að því tilskyldu að hún væri falin bak við tjald. Fjórtán ára var hún gefin í hjónaband en eiginmaðurinn sætti sig aldrei við framferði hennar eða skoðanir, hvorki varðandi stöðu kvenna né í trúmálum, hann skildi við hana og meinaði henni að hitta börnin sín. Tahirih notaði hvert tækifæri til að tala um réttindi og stöðu kvenna. Þegar hún steig það afdrifaríka skref að taka niður blæjuna á fundi og fyrir framan karlmenn olli það svo miklu uppnámi að einn fundargesta svipti sig lífi en Thahirih galt fyrir baráttu sína með áralöngu stofufangelsi og á endanum með lífi sínu. Árið 1852 var hún kyrkt með slæðunni sinni og líkinu fleygt. Baráttukonan vissi vel að hverju hún gekk og eftirminnileg eru orð hennar: „Þið getið drepið mig þegar ykkur þóknast en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Á síðari árum hefur saga Tahirih spurst út á Vesturöndum og orðið fólki innblástur. Má m.a. nefna lögfræðifyrirtækið Tahirih Justice Center sem veitir ókeypis lögfræðiaðstoð konum og stúlkum sem eru innflytjendur í Bandaríkjunum til að verja þær gagnvart hvers kyns ofbeldi og órétti en reynir einnig að beita sér í stefnumótun um málefni kvenna. Það er kaldhæðnislegt að sama dag og ég fékk í hendur bókina Áfram konur, þar sem hlutur Tahirih í mannkynssögunni er kynntur fyrir almennum lesendum, skuli berast þær fréttir af konu í heimalandi hennar Íran, mannréttindalögfræðingnum Nasri Sotoudeh, að hún hafi verið dæmd til 148 svipuhögga og 38 ára fangelsisvistar. Og fyrir hvað? Jú ekki síst fyrir að berjast gegn þeirri lagaskyldu að konur skuli bera slæðu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar