Segja niðurstöðuna vera mikil vonbrigði Lillý Valgerður Pétursdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. október 2019 16:24 Dómsmálaráðherra segir að unnið verði að því að koma Íslandi af gráa listanum. Vísir/stöð 2 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista sé mikil vonbrigði. Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa í dag lýst yfir vonbrigðum sínum með stjórnvöld. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að niðurstaðan væri til marks um hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk.Sjá nánar: „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Aðspurð hvort niðurstaðan sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni segir dómsmálaráðherra. „Hún er mikil vonbrigði en við höfum unnið verulega hart síðan allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag,“ segir Áslaug Arna. Stórnvöld vilji vitaskuld hafa hlutina í lagi. „Athugasemdirnar sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna en nánar verður rætt við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með.Getty/Caspar BensonTryggja þurfi að vera okkar á listanum verði eins stutt og mögulegt er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur undir með Áslaugu Örnu og segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Næsta skref sé að reyna að ljúka málinu.Á listanum eru lönd sem við erum ekki vön að bera okkur saman við. Það hlýtur að vera vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista?„Já, það eru vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista. Snemma á árinu 2018 kom skýrsla þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við okkar framkvæmd á ýmsu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka; fimmtíu og ein athugasemd,“ segir Katrín. „Ég vil segja það að núverandi ríkisstjórn hefur unnið mjög ötullega að þessu máli allt síðan skýrslan kom. Við teljum svo ver aað við séum búin að uppfylla allt nema eitt atriði á þessum langa lista en það var nóg til þess að þessi ákvörðun var tekin og það er auðvitað vonbrigði en það næsta í stöðunni er auðvitað bara að ljúka því sem á eftir að ljúka og tryggja að vera okkar á þessum lista verði eins stutt og mögulegt er.“ Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista sé mikil vonbrigði. Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa í dag lýst yfir vonbrigðum sínum með stjórnvöld. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að niðurstaðan væri til marks um hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk.Sjá nánar: „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Aðspurð hvort niðurstaðan sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni segir dómsmálaráðherra. „Hún er mikil vonbrigði en við höfum unnið verulega hart síðan allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag,“ segir Áslaug Arna. Stórnvöld vilji vitaskuld hafa hlutina í lagi. „Athugasemdirnar sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna en nánar verður rætt við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með.Getty/Caspar BensonTryggja þurfi að vera okkar á listanum verði eins stutt og mögulegt er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur undir með Áslaugu Örnu og segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Næsta skref sé að reyna að ljúka málinu.Á listanum eru lönd sem við erum ekki vön að bera okkur saman við. Það hlýtur að vera vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista?„Já, það eru vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista. Snemma á árinu 2018 kom skýrsla þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við okkar framkvæmd á ýmsu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka; fimmtíu og ein athugasemd,“ segir Katrín. „Ég vil segja það að núverandi ríkisstjórn hefur unnið mjög ötullega að þessu máli allt síðan skýrslan kom. Við teljum svo ver aað við séum búin að uppfylla allt nema eitt atriði á þessum langa lista en það var nóg til þess að þessi ákvörðun var tekin og það er auðvitað vonbrigði en það næsta í stöðunni er auðvitað bara að ljúka því sem á eftir að ljúka og tryggja að vera okkar á þessum lista verði eins stutt og mögulegt er.“
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15
Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02