Þegar einn hundur byrjar að gjamma... Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. maí 2019 10:00 Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Þriðji orkupakkinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun