Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson skrifar 23. júní 2019 08:00 Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun