Sannir íþróttamenn Haukur Örn Birgisson skrifar 19. mars 2019 08:00 Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“. Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra. Nema hvað. Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“. Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra. Nema hvað. Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun