Tvískinnungur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun