Litla stúlkan með eldvörpuna Sverrir Björnsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun