BMW X4 M og BMW X3 M af árgerð 2020 verða 503 hestafla villidýr Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 15:15 Bílarnir eru fjórhjóladrifnir og með sömu 8 gíra sjálfskiptingu eins og BMW M5. Það er ekki að spyrja að atorkusemi M-sportbíladeildar BMW. Þar á bæ streyma hestaflabúntin í röðum og nýjustu afurðir hennar eru þessir BMW X4 M og BMW X3 M 503 hestafla orkuboltar af árgerð 2020. Bílarnir tveir verða með 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum þar sem kreist verða út fleiri hestöfl en almennt finnast í jepplingum. Allt þetta afl gerir þá aflmestu jepplinga sem fá má nú um stundir. Bílarnir verða einnig í boði í 473 hestafla útgáfum sem eru 4,2 sekúndur í hundraðið en aflmeiri gerðin fer sprettinn á 4,1 sekúndu. Báðir eru bílarnir fjórhjóladrifnir og með sömu 8 gíra sjálfskiptingu og finna má í BMW M5 sportbílnum. Það ríkir því enn mikið hestaflastríð á milli M-deildar BMW, AMG-deildar Mercedes-Benz og S og RS-bíla Audi. Hér er þó BMW að slá rækilega við sínum helstu keppinautum hvað afl varðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent
Það er ekki að spyrja að atorkusemi M-sportbíladeildar BMW. Þar á bæ streyma hestaflabúntin í röðum og nýjustu afurðir hennar eru þessir BMW X4 M og BMW X3 M 503 hestafla orkuboltar af árgerð 2020. Bílarnir tveir verða með 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum þar sem kreist verða út fleiri hestöfl en almennt finnast í jepplingum. Allt þetta afl gerir þá aflmestu jepplinga sem fá má nú um stundir. Bílarnir verða einnig í boði í 473 hestafla útgáfum sem eru 4,2 sekúndur í hundraðið en aflmeiri gerðin fer sprettinn á 4,1 sekúndu. Báðir eru bílarnir fjórhjóladrifnir og með sömu 8 gíra sjálfskiptingu og finna má í BMW M5 sportbílnum. Það ríkir því enn mikið hestaflastríð á milli M-deildar BMW, AMG-deildar Mercedes-Benz og S og RS-bíla Audi. Hér er þó BMW að slá rækilega við sínum helstu keppinautum hvað afl varðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent