Fiskeldi í Eyjafirði - fyrir hverja? Halldór Áskelsson skrifar 30. mars 2019 09:00 Undanfarna mánuði hefur umræðan um fiskeldi verið áberandi í þjóðfélaginu. Umfangsmikið og umdeilt fiskeldi í sjókvíum hefur verið byggt upp á Vestfjörðum. Víst er að margir þar fögnuðu því vegna atvinnuástandsins á svæðinu en aðrir hafa spyrnt við fótum af ýmsum ástæðum. Nú eru komnar upp á yfirborðið hugmyndir norska fyrirtækisins Akvafuture um stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði, allt að 20.000 tonn á ári. Þetta ferli virðist nú þegar vera komið nokkuð langt í skiplagsferlinu og það án þess að almenningur á svæðinu hafi eitthvað um það að segja. Á kynningarfundi sem AFE hélt í Hofi í janúar sl. um málið var haft á orði að ekkert verði gert í óþökk íbúanna í Eyjafirði og að náttúran fái að sjálfsögðu njóta vafans, það var tónninn. Annað virðist nú upp á teningnum og einhvern veginn grunar mann að þessi mál séu komin lengra en látið er uppi. Það snuggaði a.m.k. í forsvarsmanni Akvafuture á RÚV um daginn þar sem hann sagði að nýtt lagafrumvarp, um laxeldi í sjó sem er í vinnslu, tefði verulega fyrir áætlunum þeirra og setti þær í uppnám. Á honum mátti líka skilja að þeir ættu að vera í forgangi hvað varðar leyfi til eldis í firðinum en þau hanga m.a. á niðurstöðu úr svokölluðum burðarþolsútreikningum. Heyra mátti á forsvarsmanni Akvafuture að honum fannst hann svikinn. Þá spyr maður sig, er kannski búið gefa þeim einhver loforð á bak við tjöldin sem við fólkið sem býr í firðinum vitum ekki af ? Og hver er þá svikinn ? Ég og mjög margir aðrir Eyfirðingar, svo mikið er víst. Við höfum nefnilega ekki verið spurð álits. Geta ráðamenn þjóðarinnar og stofnanaforkólfar bara tekið svona ákvarðanir án þess að vita vilja íbúanna? Ég er ekki viss um að nema lítill hluti íbúa Eyjafjarðar geri sér grein fyrir umfanginu og raskinu sem þessu getur fylgt ef áætlanir Akvafuture fá framgang. Er þetta lýðræðið í landinu eða erum við enn og aftur á barmi þess að geta kallað okkur bananalýðveldi, þar sem menn halda að allt sé leyfilegt í skjóli peninga og hygla hvor öðrum á víxl. Vorum við ekki búinn að fá nóg af þeim tebolla.Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt Þessi lína úr ljóði Davíðs Stefánssonar Sigling inn Eyjafjörð kemur upp í hugann núna í hvert sinn sem ég hugsa um þessar hugmyndir um þetta stóriðju-fiskeldi. Hvernig dettur mönnum í hug að drita niður fiskeldiskvíum vítt og breitt um einn fallegasta fjörð landsins ? Við erum ekki að tala um lítið og nett laxeldi, nei við erum að tala um stóriðju og það að mjög stórir fletir fjarðarins færu undir sjókvíar. Við Svalbarðseyri, Hrauná og Ystuvík að austan og Skjaldarvík, Dagverðareyri og Hjalteyri að vestan eru áætlanir um stórar kvíar sem yrðu mjög áberandi í siglingaleiðum inn og út fjörðinn. Það er augljóst mál að þarna yrði um mjög mikla sjónmengun að ræða. Skýtur ekki svolítið skökku við að á sama tíma og verið er að berjast fyrir beinu millilandaflugi til Akureyrar þar sem m.a. er verið að selja óspillta, norðlenska náttúru þá víla menn ekki fyrir sér að skipuleggja eitt stærsta ef ekki stærsta fiskeldi Íslandssögunnar í miðri náttúru Eyjafjarðar. Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera ? Þarna er meðal annars verið að stíga ofan á fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem hafa byggst upp á svæðinu undanfarin 25 ár, í hvalaskoðun og öðrum skemmtisiglingum um Eyjafjörð. Það verður nú gaman, eða hitt þó heldur, að sigla um fjörðinn með sjókvíar á báðar hendur um allan fjörð. Og hvað þýðir þetta fyrir trillukarlana sem hafa verið þarna í áratugi, hvað þýðir þetta fyrir lax- og silungsárnar í firðinum og annað lífríki almennt?Burðarþol fjarðarins- Hver tekur lokaákvörðun? Eflaust á útreikningur á svokölluðu burðarþoli fjarðarins eftir að svara einhverjum þessara spurninga. Það er nú sagt í vinnslu og virðast væntanlegir framkvæmdaaðilar bíða eftir niðurstöðunni í startholunum í því skyni að hefja uppbyggingu sem fyrst. Hvað gerist þegar þessir útreikningar liggja fyrir ? Verður mönnum hleypt af stað án þess að kanna vilja almennings? Hver tekur lokaákvörðun um slíka stóriðju og verður það gert í óþökk íbúa fjarðarins? Svo virðist vera, einhverra hluta vegna, að sveitarfélögin í firðinum hafa skipulagsvald einungis tugi metra út í sjó. Ég vona að menn sjái ljósið og gefi almenningi kost á að ákveða hvort við, fólkið í firðinum viljum þetta yfirleitt. Þetta er jú fjörðurinn okkar en ekki skriffinna úr borginni. Ég vona að Kristján Þór sjávarútvegsráðherra sýni fólkinu í kjördæminu sínu þá virðingu að rödd okkar fái að heyrast og hlustað verði á allar hliðar málsins áður en það er orðið of seintHvað græðir samfélagið: Heyrst hefur að leyfi fyrir svona fáist á gjafverði á Íslandi miðað við Noreg. Að þeir sem fengið hafi/fái úthlutað fagni slíku sem happdrættisvinningi enda geti þeir eignfært slíkt í ársreikningi sínum eins og gert hefur verið með kvótann góða, hér skal ekkert fullyrt um það. En hvað fengjum við íbúar fjarðarins? Einhverjir fá kannski vinnu meðan á uppbyggingu stendur. Einhverjir fá kannski vinnu í eldinu sjálfu og í kringum það. En hvað svo ? Hvað situr eftir hjá okkur þegar uppi er staðið, flæðir ekki allur arður úr landi ? Það er gömul og þekkt saga og til hvers er þá fórnað. Á meðan verður troðið á rétti þeirra sem fyrir eru í firðinum, það er troðið á lífríkinu í firðunum og ánum í kring. Náttúran er ekki að njóta vafans. Ég fullyrði að þessi gjörningur er ekki gerður með hagsmuni íbúanna í firðinum að leiðarljósi. Þetta lyktar af gróðabralli peningamanna og eiginhagsmunaseggja sem komnir eru til að mjólka auðlindirnar okkar. Því miður er það ekki í fyrsta sinn á Íslandi sem það gerist. Við þurfum ekki á þessu að halda. Af hverju í ósköpunum ætla menn að fórna þessum fallega firði fyrir erlenda hagsmuni fyrst og fremst ?Ég segi nei takk við stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur umræðan um fiskeldi verið áberandi í þjóðfélaginu. Umfangsmikið og umdeilt fiskeldi í sjókvíum hefur verið byggt upp á Vestfjörðum. Víst er að margir þar fögnuðu því vegna atvinnuástandsins á svæðinu en aðrir hafa spyrnt við fótum af ýmsum ástæðum. Nú eru komnar upp á yfirborðið hugmyndir norska fyrirtækisins Akvafuture um stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði, allt að 20.000 tonn á ári. Þetta ferli virðist nú þegar vera komið nokkuð langt í skiplagsferlinu og það án þess að almenningur á svæðinu hafi eitthvað um það að segja. Á kynningarfundi sem AFE hélt í Hofi í janúar sl. um málið var haft á orði að ekkert verði gert í óþökk íbúanna í Eyjafirði og að náttúran fái að sjálfsögðu njóta vafans, það var tónninn. Annað virðist nú upp á teningnum og einhvern veginn grunar mann að þessi mál séu komin lengra en látið er uppi. Það snuggaði a.m.k. í forsvarsmanni Akvafuture á RÚV um daginn þar sem hann sagði að nýtt lagafrumvarp, um laxeldi í sjó sem er í vinnslu, tefði verulega fyrir áætlunum þeirra og setti þær í uppnám. Á honum mátti líka skilja að þeir ættu að vera í forgangi hvað varðar leyfi til eldis í firðinum en þau hanga m.a. á niðurstöðu úr svokölluðum burðarþolsútreikningum. Heyra mátti á forsvarsmanni Akvafuture að honum fannst hann svikinn. Þá spyr maður sig, er kannski búið gefa þeim einhver loforð á bak við tjöldin sem við fólkið sem býr í firðinum vitum ekki af ? Og hver er þá svikinn ? Ég og mjög margir aðrir Eyfirðingar, svo mikið er víst. Við höfum nefnilega ekki verið spurð álits. Geta ráðamenn þjóðarinnar og stofnanaforkólfar bara tekið svona ákvarðanir án þess að vita vilja íbúanna? Ég er ekki viss um að nema lítill hluti íbúa Eyjafjarðar geri sér grein fyrir umfanginu og raskinu sem þessu getur fylgt ef áætlanir Akvafuture fá framgang. Er þetta lýðræðið í landinu eða erum við enn og aftur á barmi þess að geta kallað okkur bananalýðveldi, þar sem menn halda að allt sé leyfilegt í skjóli peninga og hygla hvor öðrum á víxl. Vorum við ekki búinn að fá nóg af þeim tebolla.Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt Þessi lína úr ljóði Davíðs Stefánssonar Sigling inn Eyjafjörð kemur upp í hugann núna í hvert sinn sem ég hugsa um þessar hugmyndir um þetta stóriðju-fiskeldi. Hvernig dettur mönnum í hug að drita niður fiskeldiskvíum vítt og breitt um einn fallegasta fjörð landsins ? Við erum ekki að tala um lítið og nett laxeldi, nei við erum að tala um stóriðju og það að mjög stórir fletir fjarðarins færu undir sjókvíar. Við Svalbarðseyri, Hrauná og Ystuvík að austan og Skjaldarvík, Dagverðareyri og Hjalteyri að vestan eru áætlanir um stórar kvíar sem yrðu mjög áberandi í siglingaleiðum inn og út fjörðinn. Það er augljóst mál að þarna yrði um mjög mikla sjónmengun að ræða. Skýtur ekki svolítið skökku við að á sama tíma og verið er að berjast fyrir beinu millilandaflugi til Akureyrar þar sem m.a. er verið að selja óspillta, norðlenska náttúru þá víla menn ekki fyrir sér að skipuleggja eitt stærsta ef ekki stærsta fiskeldi Íslandssögunnar í miðri náttúru Eyjafjarðar. Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera ? Þarna er meðal annars verið að stíga ofan á fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem hafa byggst upp á svæðinu undanfarin 25 ár, í hvalaskoðun og öðrum skemmtisiglingum um Eyjafjörð. Það verður nú gaman, eða hitt þó heldur, að sigla um fjörðinn með sjókvíar á báðar hendur um allan fjörð. Og hvað þýðir þetta fyrir trillukarlana sem hafa verið þarna í áratugi, hvað þýðir þetta fyrir lax- og silungsárnar í firðinum og annað lífríki almennt?Burðarþol fjarðarins- Hver tekur lokaákvörðun? Eflaust á útreikningur á svokölluðu burðarþoli fjarðarins eftir að svara einhverjum þessara spurninga. Það er nú sagt í vinnslu og virðast væntanlegir framkvæmdaaðilar bíða eftir niðurstöðunni í startholunum í því skyni að hefja uppbyggingu sem fyrst. Hvað gerist þegar þessir útreikningar liggja fyrir ? Verður mönnum hleypt af stað án þess að kanna vilja almennings? Hver tekur lokaákvörðun um slíka stóriðju og verður það gert í óþökk íbúa fjarðarins? Svo virðist vera, einhverra hluta vegna, að sveitarfélögin í firðinum hafa skipulagsvald einungis tugi metra út í sjó. Ég vona að menn sjái ljósið og gefi almenningi kost á að ákveða hvort við, fólkið í firðinum viljum þetta yfirleitt. Þetta er jú fjörðurinn okkar en ekki skriffinna úr borginni. Ég vona að Kristján Þór sjávarútvegsráðherra sýni fólkinu í kjördæminu sínu þá virðingu að rödd okkar fái að heyrast og hlustað verði á allar hliðar málsins áður en það er orðið of seintHvað græðir samfélagið: Heyrst hefur að leyfi fyrir svona fáist á gjafverði á Íslandi miðað við Noreg. Að þeir sem fengið hafi/fái úthlutað fagni slíku sem happdrættisvinningi enda geti þeir eignfært slíkt í ársreikningi sínum eins og gert hefur verið með kvótann góða, hér skal ekkert fullyrt um það. En hvað fengjum við íbúar fjarðarins? Einhverjir fá kannski vinnu meðan á uppbyggingu stendur. Einhverjir fá kannski vinnu í eldinu sjálfu og í kringum það. En hvað svo ? Hvað situr eftir hjá okkur þegar uppi er staðið, flæðir ekki allur arður úr landi ? Það er gömul og þekkt saga og til hvers er þá fórnað. Á meðan verður troðið á rétti þeirra sem fyrir eru í firðinum, það er troðið á lífríkinu í firðunum og ánum í kring. Náttúran er ekki að njóta vafans. Ég fullyrði að þessi gjörningur er ekki gerður með hagsmuni íbúanna í firðinum að leiðarljósi. Þetta lyktar af gróðabralli peningamanna og eiginhagsmunaseggja sem komnir eru til að mjólka auðlindirnar okkar. Því miður er það ekki í fyrsta sinn á Íslandi sem það gerist. Við þurfum ekki á þessu að halda. Af hverju í ósköpunum ætla menn að fórna þessum fallega firði fyrir erlenda hagsmuni fyrst og fremst ?Ég segi nei takk við stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun