Lauslátasta nunnan í klaustrinu Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu.“ Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency International sem mæla spillingu í opinbera geiranum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var eytt,“ sagði Kári. Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega á bekk með. 1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á 3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt, lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögubækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja, sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagnaeyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460 fræðimenn lifandi. 2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pastagerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasistaflokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá nafna hans Hitler. 3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við glæpinn. 4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírstætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í höndunum. Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum sem margir eru á stærð við fingurnögl. 5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrirtæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti, hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22 milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum Íraksstríðið. 6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af talskilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisuppfærslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins. „Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið. Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan í klaustrinu?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar