Skólatöskugrafreitur fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Heimsljós kynnir 11. september 2019 16:15 Unicef „Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári. Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent
„Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári. Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent