Barnaþing haldið í ár Salvör Nordal skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun