Einar: Ég er aldrei sammála dómurunum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 24. febrúar 2019 18:30 Einar er hann þjálfaði Stjörnuna. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í dag. „Ég er svekktur með tap og það er alltaf leiðinlegt að tapa og ég hefði viljað fá stig eða 2 stig hérna í dag en frammistaðan var jákvæð og við getum tekið það úr leiknum.” Hann sagði að það væri klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að taka stig úr leiknum miðað við stöðuna í hálfleik og vandræðin sem Haukarnir voru í. „Við erum svolítið sjálfum okkur verstir. Hefðum getað verið yfir í hálfleik og ætluðum að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik en við byrjum báða hálfleika illa og að elta Hauka er mjög erfitt.” „En vandræðin sem þeir lenda í koma vegna þess að við erum bara að spila hörkuvörn og við gátum kannski með smá heppni og betri nýtingu náð að stela stigi.” Einar sagði að liðið hafi verið með aðeins of mikið af töpuðum boltum í dag en bæði lið voru oft á tíðum að kasta boltanum frá sér eða gera klaufaleg mistök. „Það má ekki á móti svona góðu liði eins og Haukum, tapa þetta mörgum boltum og það er margt sem við getum lagað en kannski eru Haukarnir einu númeri of stórir fyrir okkur.” Hann segist líta á Fram leikinn sem ákveðinn úrslitaleik í fallbaráttunni og segir þá vera með frábært lið sem þurfi að undirbúa sig vel undir. Það verði verðugt verkefni í næstu umferð. Að lokum sagðist hann ekkert geta tjáð sig varðandi rauða spjaldið sem Halldór Ingi fékk fyrir að fara í Ásmund Atlason. „Ég er aldrei sammála dómurunum. Ég sá þetta reyndar ekki og ég man ekkert hver fékk rautt en þeir dæmdu samt vel í dag og voru góðir þannig ég treysti þeim alveg fyrir þessari ákvörðun.” Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Haukarnir náðu í skyldustig í dag. 24. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í dag. „Ég er svekktur með tap og það er alltaf leiðinlegt að tapa og ég hefði viljað fá stig eða 2 stig hérna í dag en frammistaðan var jákvæð og við getum tekið það úr leiknum.” Hann sagði að það væri klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að taka stig úr leiknum miðað við stöðuna í hálfleik og vandræðin sem Haukarnir voru í. „Við erum svolítið sjálfum okkur verstir. Hefðum getað verið yfir í hálfleik og ætluðum að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik en við byrjum báða hálfleika illa og að elta Hauka er mjög erfitt.” „En vandræðin sem þeir lenda í koma vegna þess að við erum bara að spila hörkuvörn og við gátum kannski með smá heppni og betri nýtingu náð að stela stigi.” Einar sagði að liðið hafi verið með aðeins of mikið af töpuðum boltum í dag en bæði lið voru oft á tíðum að kasta boltanum frá sér eða gera klaufaleg mistök. „Það má ekki á móti svona góðu liði eins og Haukum, tapa þetta mörgum boltum og það er margt sem við getum lagað en kannski eru Haukarnir einu númeri of stórir fyrir okkur.” Hann segist líta á Fram leikinn sem ákveðinn úrslitaleik í fallbaráttunni og segir þá vera með frábært lið sem þurfi að undirbúa sig vel undir. Það verði verðugt verkefni í næstu umferð. Að lokum sagðist hann ekkert geta tjáð sig varðandi rauða spjaldið sem Halldór Ingi fékk fyrir að fara í Ásmund Atlason. „Ég er aldrei sammála dómurunum. Ég sá þetta reyndar ekki og ég man ekkert hver fékk rautt en þeir dæmdu samt vel í dag og voru góðir þannig ég treysti þeim alveg fyrir þessari ákvörðun.”
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Haukarnir náðu í skyldustig í dag. 24. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Haukarnir náðu í skyldustig í dag. 24. febrúar 2019 18:45