Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli.
Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit.
Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf?

Tyrkjaránsins hefnt?
Skoðun

Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert?
Atli Viðar Thorstensen skrifar

Þegar ég var kölluð á fund heimilislæknis míns
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar

Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof
Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar

Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú?
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti
Þóra Jónsdóttir skrifar

Who mediates the mediator?
Ian McDonald skrifar

Hamfarir á hörmungar ofan
Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels
Marwan Bishara skrifar

Ég nenni ekki...farðu samt!
Anna Claessen skrifar

Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir,Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar

Enn um úthlutun tollkvóta
Margrét Gísladóttir skrifar

Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af?
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Vanhæfir stjórnendur: birtingarmynd þeirra og lausnir fyrir almennt starfsfólk
Sunna Arnardóttir skrifar

Ferðamennska allt árið um kring
Gréta María Grétarsdóttir skrifar