Lífið er of stutt Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2019 07:14 Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveinn Arnarsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar