Þriðji orkupakkinn Baldur Dýrfjörð skrifar 14. maí 2019 08:00 Raforkulöggjöf Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orkupakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orkupakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raforkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðingum aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orkupakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi.Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Raforkulöggjöf Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orkupakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orkupakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raforkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðingum aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orkupakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi.Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar