Uppgjör: Mercedes algjörlega óstöðvandi Bragi Þórðarson skrifar 29. apríl 2019 06:00 Bottas tryggði sér sinn annan sigur á árinu og leiðir hann nú heimsmeistaramótið. Getty Hamilton komst næstum framúr liðsfélaga sínum í fyrstu beygju.Getty Valtteri Bottas sigraði fjórðu umferðina í Formúlu 1 um helgina sem haldin var í höfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Bottas byrjaði á ráspól og lét forustuna aldrei af hendi á sínum Mercedes. Liðsfélagi Finnans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Bottas á fyrsta hring. Bretinn komst þó ekki framúr þrátt fyrir góða tilburði og frábæra ræsingu. Á síðustu hringjum kappakstursins var Hamilton aftur kominn mjög nálægt liðsfélaga sínum en Bottas var ískaldur og hélt forustunni. Að lokum munaði einungis einni og hálfri sekúndu á Mercedes ökuþórunum. „Þetta var langt frá því að vera auðvelt, Hamilton setti mikla pressu á mig allan tímann,“ sagði Finninn eftir keppnina. Bottas var í skýjunum með sigurinn sem að hann átti svo sannarlega skilið. Sérstaklega eftir óheppnina í fyrra er hann varð að láta fyrsta sætið af hendi með sprungið dekk þegar aðeins þrír hringir voru eftir.Mercedes skrifar sig í sögubækurnarNú hefur Mercedes liðið náð fyrsta og öðru sæti í öllum fjórum mótunum sem búin eru í ár sem er met. Metið átti Williams liðið sem að lauk fyrstu þremur keppnum ársins 1992 í fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel á Ferrari varð aftur að sætta sig við þriðja sætið eins og í kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc byrjaði kappaksturinn níundi eftir að hafa klesst á vegg í tímatökum. Leclerc náði fimmta sæti í kappakstrinum á eftir Max Verstappen á Red Bull. Úrslit helgarinnar þýða að Mercedes hefur tekið afgerandi forustu í keppni bílasmiða. Liðið hefur nú 74 stiga forskot á Ferrari. Valtteri Bottas er aftur kominn í fyrsta sætið í keppni ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum. Lewis hefur verið að berjast um titilinn við Vettel síðastliðin tvö ár en nú er Þjóðverjinn orðinn 34 stigum á eftir Hamilton. Næsta keppni fer fram á Spáni en prófanir fyrir tímabilið fóru einmitt fram á Katalóníu brautinni. Þar voru Ferrari bílarnir með nokkuð gott forskot á Mercedes og verður áhugavert að sjá hvort ítalska liðið nái loksins að kollsteypa þýska stálinu eftir tvær vikur. Formúla Tengdar fréttir Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton komst næstum framúr liðsfélaga sínum í fyrstu beygju.Getty Valtteri Bottas sigraði fjórðu umferðina í Formúlu 1 um helgina sem haldin var í höfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Bottas byrjaði á ráspól og lét forustuna aldrei af hendi á sínum Mercedes. Liðsfélagi Finnans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Bottas á fyrsta hring. Bretinn komst þó ekki framúr þrátt fyrir góða tilburði og frábæra ræsingu. Á síðustu hringjum kappakstursins var Hamilton aftur kominn mjög nálægt liðsfélaga sínum en Bottas var ískaldur og hélt forustunni. Að lokum munaði einungis einni og hálfri sekúndu á Mercedes ökuþórunum. „Þetta var langt frá því að vera auðvelt, Hamilton setti mikla pressu á mig allan tímann,“ sagði Finninn eftir keppnina. Bottas var í skýjunum með sigurinn sem að hann átti svo sannarlega skilið. Sérstaklega eftir óheppnina í fyrra er hann varð að láta fyrsta sætið af hendi með sprungið dekk þegar aðeins þrír hringir voru eftir.Mercedes skrifar sig í sögubækurnarNú hefur Mercedes liðið náð fyrsta og öðru sæti í öllum fjórum mótunum sem búin eru í ár sem er met. Metið átti Williams liðið sem að lauk fyrstu þremur keppnum ársins 1992 í fyrsta og öðru sæti. Sebastian Vettel á Ferrari varð aftur að sætta sig við þriðja sætið eins og í kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc byrjaði kappaksturinn níundi eftir að hafa klesst á vegg í tímatökum. Leclerc náði fimmta sæti í kappakstrinum á eftir Max Verstappen á Red Bull. Úrslit helgarinnar þýða að Mercedes hefur tekið afgerandi forustu í keppni bílasmiða. Liðið hefur nú 74 stiga forskot á Ferrari. Valtteri Bottas er aftur kominn í fyrsta sætið í keppni ökuþóra, einu stigi á undan liðsfélaga sínum. Lewis hefur verið að berjast um titilinn við Vettel síðastliðin tvö ár en nú er Þjóðverjinn orðinn 34 stigum á eftir Hamilton. Næsta keppni fer fram á Spáni en prófanir fyrir tímabilið fóru einmitt fram á Katalóníu brautinni. Þar voru Ferrari bílarnir með nokkuð gott forskot á Mercedes og verður áhugavert að sjá hvort ítalska liðið nái loksins að kollsteypa þýska stálinu eftir tvær vikur.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mercedes sigurvegari í Bakú Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas var fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan í dag. 28. apríl 2019 14:24