Er Ísland bananalýðveldi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. júlí 2019 08:30 Almennt finnst mönnum, að við séum menntuð og vel siðuð þjóð, með háþróað þjóðfélag og góðar reglur og lög, sem gildi og menn fari eftir. Spilling og klíkuskapur sé hverfandi og flest, sem gerist í þjóðfélaginu, sé undir góðu eftirliti og stjórn. Auðvitað vitum við, að sumt mætti betur fara, en það er ekki margt og vart tiltökumál. Þannig hugsar meðaljóninn væntanlega. 2004 byrjaði viðskiptafulltrúi Íslands í New York að láta gera skoðanakannanir á því, hver afstaða Bandaríkjamanna til Íslands væri. Var heiti verkefnisins „Iceland Naturally“. Margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir menn; m.a. var spurt um afstöðuna til hvalveiða og hvalveiðiþjóða. 2004 sögðust 38% Bandaríkjamanna ekki mundu kaupa neinar afurðir frá hvalveiðiþjóð. Þetta hlutfall jókst ár frá ári, og 2018 var það hlutfall Bandaríkjamanna, sem engar afurðir vildi kaupa frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar, komið upp í 49%; helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki kaupa neinar afurðir hvalveiðiþjóðar. Verður að teljast sjálfgefið, að þessi neikvæða afstaða helmings Bandaríkjamanna hafi líka gilt um ferðalög til hvalveiðilands. „Iceland Naturally“ skýrslan var og er „opinbert gagn“, undir handhöfn utanríkisráðherra – og þar með væntanlega fyrirliggjandi í ríkisstjórn – en þess hefur þó verið gætt, að almenningur hefði ekki aðgang að þessum skýrslum. Í janúar sl. gaf Háskóli Íslands út skýrslu undir nafninu „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Verkið var unnið fyrir sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn, og höfðu skýrsluhöfundar auðvitað fullan aðgang að heimildum og gögnum opinberra stofnana. Í skýrslunni segir m.a.: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Var „Iceland Naturally“ gögnunum haldið frá skýrsluhöfundum, eða kusu þeir að þegja yfir þeim stórlega neikvæðu og skaðlegu áhrifum hvalveiða, á íslenzkt efnahagslíf, sem þar koma fram? 25. marz sl. svarar ferðamálaráðherra fyrirspurn frá Guðmundi Andra um áhrif hvalveiða á Alþingi. Hún segir m.a. þetta: „…?en ekki hefur verið sýnt fram á að hvalveiðar Íslendinga hafi neikvæð áhrif á komu ferðamanna?…“. Svo kemur það, sem verra er: „Einhverjar sérkannanir og athuganir hafa verið gerðar á áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustuna?… en þær hafa verið stopular og eru nú löngu úreltar“. Gleymdi ferðamálaráðherra hér „Iceland Naturally“ könnununum, fyrir Bandaríkin og Kanada, sem hafa farið fram reglulega frá 2004 fram til 2018, í fyrra, sem í þessum skilningi er glæný könnun og niðurstaða, eða vildi hún vísvitandi leyna því, að helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki skipta við hvalveiðiþjóð? Langt teygja sig áhrifaarmar hvalveiðiklíku. 28. maí 2009 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra út reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalafurðum. Tók reglugerðin gildi 1. júní 2010. Skv. gr. 10 skyldi framkvæma hvalskurð í lokuðu rými, með þaki, til að tryggja nægilegt hreinlæti og hollustu kjötsins. Áður hafði þessi hvalskurður farið fram á opnu rými, undir berum himni, sem ekki gat talizt fullnægjandi hreinlæti eða trygging á matvælaöryggi og gæðum. Hvalur hf. hunzaði þessa reglugerð og skýr ákvæði hennar – hafði sama verkunarhátt á og verið hafði frá 1949 – og Matvælastofnun, sem er eftirlitsaðili með þessari vinnslu, lét það gott heita og viðgangast átölulítið í 8 ár. Og, ekki stóð á því, að Hvalur fengi ný starfsleyfi fyrir verkun og veiðileyfi ár hvert; ekkert mál. Eftir 8 ára vanrækslu og leyfisbrot, virðist forstjóri Hvals hafa kveikt á perunni með það, að nú væri kominn „góður Samherji“ í stól sjávarútvegsráðherra. Í Þorgerði Katrínu þorði hann ekki. Sendi hann nýjum ráðherra einfaldlega tölvupóst með reglugerðinni frá 2009, strikaði þar sumt út og breytti öðru, bara svona með kúlupenna, felldi auðvitað niður óþægilegt ákvæði um lokað rými og óþarfa hollustuhætti við hvalskurð, og skellti þessu svo bara á nafna sinn Júlíusson. Sá hafði hraðar hendur, og breytti texta reglugerðarinnar, nákvæmlega skv. forskrift nafna síns Loftssonar. Gaf svo út nýja reglugerð um verkun hvalkjöts tíu dögum seinna, 25. maí 2018. Þetta var auðvitað létt flétta milli vina og Samherja. Í maí 2014 fékk Hvalur langreyðaveiðileyfi fyrir veiðitímabilið 2014-2018. Í 5. grein leyfis segir, að skipstjórar Hvals skuli halda nákvæmar veiðidagbækur, með númeruðum síðum og færslu á 16 atriðum, um veiðar, hvern veiðidag. Þessum bókum skuli svo skilað til Fiskistofu, í lok hverrar vertíðar. Þessar bækur eru auðvitað bráðnauðsynlegt gagn fyrir eftirlitsstjórnvöld, og eiga að tryggja það, að veiðar fari fram með réttum og löglegum hætti. Í fyrra kom í ljós, að Hvalur hafði ekki skilað inn neinum dagbókum fyrir 2014-2018, og fékk Fiskistofa þær ekki, þrátt fyrir eftirgangsmuni. Fiskistofustjóri var úrræðalaus. Auðvitað var svona minniháttar misskilningur ekkert mál fyrir sjávarútvegsráðherrann, og virtist hann kenna Fiskistofu um, að hafa ekki kreist bækurnar út úr Hval. Alla vega fór ráðherrann létt með það að veita Hval nýtt fimm ára veiðileyfi, þann 5. júlí sl., tók reyndar fram, að nú bæri Hval að skila dagbókum, „að eigin frumkvæði“. Þetta var auðvitað mikil viðbótarkvöð, þó að ekki sé vitað, hver annar hafi átt að eiga frumkvæðið fyrir, og ekki datt ráðherra í huga, að krefjast dagbókanna fyrir veiðitímabilið 2014-2018 og setja afhendingu þeirra sem skilyrði fyrir nýju leyfi. Hafði Fiskistofa, eftirlitsaðili hvalveiða, þó mælt með slíku skilyrði. Auðvitað mega Samherjar ekki flækja málin of mikið fyrir hvorum eða hverjum öðrum. Ef Ísland er bananalýðveldi og skipa ætti höfuðpaur í því, þá virðist augljóst, hver sjálfskipaður væri.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Almennt finnst mönnum, að við séum menntuð og vel siðuð þjóð, með háþróað þjóðfélag og góðar reglur og lög, sem gildi og menn fari eftir. Spilling og klíkuskapur sé hverfandi og flest, sem gerist í þjóðfélaginu, sé undir góðu eftirliti og stjórn. Auðvitað vitum við, að sumt mætti betur fara, en það er ekki margt og vart tiltökumál. Þannig hugsar meðaljóninn væntanlega. 2004 byrjaði viðskiptafulltrúi Íslands í New York að láta gera skoðanakannanir á því, hver afstaða Bandaríkjamanna til Íslands væri. Var heiti verkefnisins „Iceland Naturally“. Margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir menn; m.a. var spurt um afstöðuna til hvalveiða og hvalveiðiþjóða. 2004 sögðust 38% Bandaríkjamanna ekki mundu kaupa neinar afurðir frá hvalveiðiþjóð. Þetta hlutfall jókst ár frá ári, og 2018 var það hlutfall Bandaríkjamanna, sem engar afurðir vildi kaupa frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar, komið upp í 49%; helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki kaupa neinar afurðir hvalveiðiþjóðar. Verður að teljast sjálfgefið, að þessi neikvæða afstaða helmings Bandaríkjamanna hafi líka gilt um ferðalög til hvalveiðilands. „Iceland Naturally“ skýrslan var og er „opinbert gagn“, undir handhöfn utanríkisráðherra – og þar með væntanlega fyrirliggjandi í ríkisstjórn – en þess hefur þó verið gætt, að almenningur hefði ekki aðgang að þessum skýrslum. Í janúar sl. gaf Háskóli Íslands út skýrslu undir nafninu „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Verkið var unnið fyrir sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn, og höfðu skýrsluhöfundar auðvitað fullan aðgang að heimildum og gögnum opinberra stofnana. Í skýrslunni segir m.a.: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Var „Iceland Naturally“ gögnunum haldið frá skýrsluhöfundum, eða kusu þeir að þegja yfir þeim stórlega neikvæðu og skaðlegu áhrifum hvalveiða, á íslenzkt efnahagslíf, sem þar koma fram? 25. marz sl. svarar ferðamálaráðherra fyrirspurn frá Guðmundi Andra um áhrif hvalveiða á Alþingi. Hún segir m.a. þetta: „…?en ekki hefur verið sýnt fram á að hvalveiðar Íslendinga hafi neikvæð áhrif á komu ferðamanna?…“. Svo kemur það, sem verra er: „Einhverjar sérkannanir og athuganir hafa verið gerðar á áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustuna?… en þær hafa verið stopular og eru nú löngu úreltar“. Gleymdi ferðamálaráðherra hér „Iceland Naturally“ könnununum, fyrir Bandaríkin og Kanada, sem hafa farið fram reglulega frá 2004 fram til 2018, í fyrra, sem í þessum skilningi er glæný könnun og niðurstaða, eða vildi hún vísvitandi leyna því, að helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki skipta við hvalveiðiþjóð? Langt teygja sig áhrifaarmar hvalveiðiklíku. 28. maí 2009 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra út reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalafurðum. Tók reglugerðin gildi 1. júní 2010. Skv. gr. 10 skyldi framkvæma hvalskurð í lokuðu rými, með þaki, til að tryggja nægilegt hreinlæti og hollustu kjötsins. Áður hafði þessi hvalskurður farið fram á opnu rými, undir berum himni, sem ekki gat talizt fullnægjandi hreinlæti eða trygging á matvælaöryggi og gæðum. Hvalur hf. hunzaði þessa reglugerð og skýr ákvæði hennar – hafði sama verkunarhátt á og verið hafði frá 1949 – og Matvælastofnun, sem er eftirlitsaðili með þessari vinnslu, lét það gott heita og viðgangast átölulítið í 8 ár. Og, ekki stóð á því, að Hvalur fengi ný starfsleyfi fyrir verkun og veiðileyfi ár hvert; ekkert mál. Eftir 8 ára vanrækslu og leyfisbrot, virðist forstjóri Hvals hafa kveikt á perunni með það, að nú væri kominn „góður Samherji“ í stól sjávarútvegsráðherra. Í Þorgerði Katrínu þorði hann ekki. Sendi hann nýjum ráðherra einfaldlega tölvupóst með reglugerðinni frá 2009, strikaði þar sumt út og breytti öðru, bara svona með kúlupenna, felldi auðvitað niður óþægilegt ákvæði um lokað rými og óþarfa hollustuhætti við hvalskurð, og skellti þessu svo bara á nafna sinn Júlíusson. Sá hafði hraðar hendur, og breytti texta reglugerðarinnar, nákvæmlega skv. forskrift nafna síns Loftssonar. Gaf svo út nýja reglugerð um verkun hvalkjöts tíu dögum seinna, 25. maí 2018. Þetta var auðvitað létt flétta milli vina og Samherja. Í maí 2014 fékk Hvalur langreyðaveiðileyfi fyrir veiðitímabilið 2014-2018. Í 5. grein leyfis segir, að skipstjórar Hvals skuli halda nákvæmar veiðidagbækur, með númeruðum síðum og færslu á 16 atriðum, um veiðar, hvern veiðidag. Þessum bókum skuli svo skilað til Fiskistofu, í lok hverrar vertíðar. Þessar bækur eru auðvitað bráðnauðsynlegt gagn fyrir eftirlitsstjórnvöld, og eiga að tryggja það, að veiðar fari fram með réttum og löglegum hætti. Í fyrra kom í ljós, að Hvalur hafði ekki skilað inn neinum dagbókum fyrir 2014-2018, og fékk Fiskistofa þær ekki, þrátt fyrir eftirgangsmuni. Fiskistofustjóri var úrræðalaus. Auðvitað var svona minniháttar misskilningur ekkert mál fyrir sjávarútvegsráðherrann, og virtist hann kenna Fiskistofu um, að hafa ekki kreist bækurnar út úr Hval. Alla vega fór ráðherrann létt með það að veita Hval nýtt fimm ára veiðileyfi, þann 5. júlí sl., tók reyndar fram, að nú bæri Hval að skila dagbókum, „að eigin frumkvæði“. Þetta var auðvitað mikil viðbótarkvöð, þó að ekki sé vitað, hver annar hafi átt að eiga frumkvæðið fyrir, og ekki datt ráðherra í huga, að krefjast dagbókanna fyrir veiðitímabilið 2014-2018 og setja afhendingu þeirra sem skilyrði fyrir nýju leyfi. Hafði Fiskistofa, eftirlitsaðili hvalveiða, þó mælt með slíku skilyrði. Auðvitað mega Samherjar ekki flækja málin of mikið fyrir hvorum eða hverjum öðrum. Ef Ísland er bananalýðveldi og skipa ætti höfuðpaur í því, þá virðist augljóst, hver sjálfskipaður væri.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun