Bjargvætturinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun