Íslensk ferðaþjónusta á tímamótum Björn Ragnarsson skrifar 5. mars 2019 10:05 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill vöxtur hefur verið í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum. Á 10 ára tímabili frá 2007 til 2017 fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna og sem gerði það að verkum að við unnum okkur mun hraðar út úr hruninu. Til að geta tekið á móti þessum mikla fjölda þá þurftu fyrirtækja að fjárfesta gríðarlega í innviðum og starfsfólki í greininni fjölgaði mikið. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað mikið og hlutdeild launa af tekjum fyrirtækja aldrei verið hærra. Nú hefur hins vegar dregið hratt úr fjölgun ferðamanna og í fyrsta skiptið frá 2010 er gert ráð fyrir fækkun ferðamanna á þessu ári auk þess sem dvalartími hefur styst. Ástæður þessa samdráttar eru styrking krónunnar og hækkandi verðlag í ferðaþjónustu sem má m.a. rekja til launahækkana undanfarinna ára. Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja hefur því verið afar þungur síðustu tvö ár. Nú stöndum við frammi fyrir harðvítugum kjaradeilum þar sem verkalýðsfélögin beina aðgerðum sínum gegn ferðaþjónustunni með tilheyrandi áhrifum á bókanir til landsins og miklum skaða fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðirnar snúa að. Á hverjum degi eru ferðamenn að skila 1.500 milljónum í gjaldeyristekjur og eru þeir jafnframt stærstu skattgreiðendur Íslands. Ef gengið verður að kröfum verkalýðsfélaganna verða ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð enda fer rúmlega helmingur tekna í laun. Verðskrárhækkanir ferðaþjónustufyrirtækja mun gera samkeppnisstöðu okkar enn verri og hafa óbætanleg áhrif á fjölda ferðamanna til landsins á komandi árum. Nú þegar erum við í samkeppni við erlenda aðila sem greiða ekki laun eftir íslenskum kjarasamningum. Á Íslandi starfa milli 25-30 þúsund erlendir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað um 74% síðustu 10 ár. Stór hluti útlendinga á vinnumarkaði starfa í ferðaþjónustu . Án þeirra hefðum við ekki getað mætt þessum aukna fjölda ferðamanna til landsins. Hjá Kynnisferðum starfar fjöldi erlendra starfsmanna af mörgum þjóðernum. En hvers vegna velja þessir starfsmenn að koma til Íslands að vinna ef launakjörin hér eru svona slæm? Staðreyndin er sú að við greiðum ein hæstu lágmarkslaun í Evrópu og framfærslugeta á Íslandi er einnig með því hæsta. Í samtölum mínum við starfsfólk heyri ég að þau hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og starfsöryggi sínu. Auðvitað vilja allir hærri laun en fólk áttar sig líka á því að geta fyrirtækja til að hækka laun um tugi prósenta á stuttum tíma er ekki til staðar. Framundan er því áframhaldandi hagræðing í rekstri og fækkun starfsmanna ef ekki verður samið um hóflegar launahækkanir. Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem bæta hag þeirra sem eru með lægri laun og unnið er að aðgerðum í fasteignamálum við að bæta hag þeirra sem eru á leigumarkaði. Ég vona því að verkalýðsleiðtogarnir hugsi af alvöru um hagsmuni okkar starfsmanna og komi að samningaborðinu með hóflegar væntingar sem skili okkur áframhaldandi hagvexti, auknum kaupmætti og hóflegum vexti í ferðaþjónustu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar