Frá stálþræði til gervigreindar Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 11:00 Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1952 varð Alþingi fyrsta þjóðþingið til að taka upp þingræður, þá á nýjustu tækni þess tíma: stálþráð. Stálþráðurinn leysti af hólmi þingskrifara sem til þessa höfðu setið í þingsal og hraðskrifað niður orð þingmanna, oft með misgóðum árangri. Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu. Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu. Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar