Af fordómum Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar