Árholt – leikskóli að nýju Ingibjörg Isaksen skrifar 2. september 2019 08:00 Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar