Pósturinn hættir að selja gjafavörur og sælgæti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 08:48 Eftir breytinguna mun Pósturinn aðeins bjóða upp á vörur sem tengjast starfsemi fyrirtækisins beint líkt og kassa, umslög, aðrar pökkunarvörur og frímerkjavörur sem dæmi. vísir/vilhelm Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Eftir breytinguna mun fyrirtækið þannig aðeins bjóða upp á vörur sem tengjast starfsemi fyrirtækisins beint líkt og kassa, umslög, aðrar pökkunarvörur og frímerkjavörur sem dæmi. „Þegar Pósturinn byrjaði á vörusölu á sínum tíma snérist hugmyndafræðin um það að viðskiptavinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verðskrá póstfyrirtækja í pakkasendingum er byggð upp á kílóverðum. Það var því talið vera viðbótarþjónusta við viðskiptavini að þeir gætu keypt sælgæti eða aðrar tækifæris vörur til að geta nýtt sendinguna að fullu. Fljótlega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur pósthúsa var afar þungur á tímabili,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts ofh., í tilkynningu. Hann segir ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun tvær. Sú fyrri sé hagræðing og sú síðari sú að þessi vörusala tengist ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Sú fyrri er sú að það er töluverð hagræðing fólgin í því að hætta vörusölu en mikil umsýsla og utanumhald er í kringum þessar vörur. Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vörusalan tengist einfaldlega ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, við höfum legið undir mikilli gagnrýni vegna þessarar starfsemi og sjáum engan ábata í að vera í henni til framtíðar. Við erum að líta í öll horn rekstrarins í hagræðingarskyni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til þess að skapa breiðari sátt um starfsemi fyrirtækisins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“ Mikil hagræðing hefur átt sér stað hjá Íslandspósti undanfarið eftir mikið tap um árabil en greint var frá því í lok nóvember að útlit væri fyrir að reksturinn verði við núllið á næsta ári. Fram kom í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur fyrirtækisins fyrr á árinu að þörf væri á að ganga lengra í hagræðingu. Þá hefur Félag atvinnurekenda lengi gagnrýnt rekstur Íslandspósts, ekki hvað síst út frá samkeppnissjónarmiðum, meðal annars vegna sölunnar á sælgæti og gjafavöru. Þannig sagði í grein eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í nóvember í fyrra: „Þannig er nú hvert einasta pósthús í samkeppni við sjoppur, minjagripabúðir, leikfangaverzlanir og bóka- og ritfangabúðir með umfangsmikilli vörusölu. Pósturinn á prentsmiðju, fraktflutningafyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki. Hann keppir við einkafyrirtæki í fjölpóstdreifingu, hraðflutningum og gagnageymslu. Hann hefur troðið sér inn á markaði fyrir sendla- og sendibílaþjónustu. Nú síðast hafa margir viðskiptavinir IKEA rekið upp stór augu þegar þeir fá vörur sem þeir hafa keypt á netinu sendar heim til sín í bíl frá ríkinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandspóstur Neytendur Verslun Tengdar fréttir Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 6. desember 2019 10:47 Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. 14. nóvember 2019 13:59 Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Pósturinn hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og annað slíkt á pósthúsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Eftir breytinguna mun fyrirtækið þannig aðeins bjóða upp á vörur sem tengjast starfsemi fyrirtækisins beint líkt og kassa, umslög, aðrar pökkunarvörur og frímerkjavörur sem dæmi. „Þegar Pósturinn byrjaði á vörusölu á sínum tíma snérist hugmyndafræðin um það að viðskiptavinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verðskrá póstfyrirtækja í pakkasendingum er byggð upp á kílóverðum. Það var því talið vera viðbótarþjónusta við viðskiptavini að þeir gætu keypt sælgæti eða aðrar tækifæris vörur til að geta nýtt sendinguna að fullu. Fljótlega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur pósthúsa var afar þungur á tímabili,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts ofh., í tilkynningu. Hann segir ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun tvær. Sú fyrri sé hagræðing og sú síðari sú að þessi vörusala tengist ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Sú fyrri er sú að það er töluverð hagræðing fólgin í því að hætta vörusölu en mikil umsýsla og utanumhald er í kringum þessar vörur. Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vörusalan tengist einfaldlega ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, við höfum legið undir mikilli gagnrýni vegna þessarar starfsemi og sjáum engan ábata í að vera í henni til framtíðar. Við erum að líta í öll horn rekstrarins í hagræðingarskyni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til þess að skapa breiðari sátt um starfsemi fyrirtækisins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“ Mikil hagræðing hefur átt sér stað hjá Íslandspósti undanfarið eftir mikið tap um árabil en greint var frá því í lok nóvember að útlit væri fyrir að reksturinn verði við núllið á næsta ári. Fram kom í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur fyrirtækisins fyrr á árinu að þörf væri á að ganga lengra í hagræðingu. Þá hefur Félag atvinnurekenda lengi gagnrýnt rekstur Íslandspósts, ekki hvað síst út frá samkeppnissjónarmiðum, meðal annars vegna sölunnar á sælgæti og gjafavöru. Þannig sagði í grein eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í nóvember í fyrra: „Þannig er nú hvert einasta pósthús í samkeppni við sjoppur, minjagripabúðir, leikfangaverzlanir og bóka- og ritfangabúðir með umfangsmikilli vörusölu. Pósturinn á prentsmiðju, fraktflutningafyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki. Hann keppir við einkafyrirtæki í fjölpóstdreifingu, hraðflutningum og gagnageymslu. Hann hefur troðið sér inn á markaði fyrir sendla- og sendibílaþjónustu. Nú síðast hafa margir viðskiptavinir IKEA rekið upp stór augu þegar þeir fá vörur sem þeir hafa keypt á netinu sendar heim til sín í bíl frá ríkinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandspóstur Neytendur Verslun Tengdar fréttir Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 6. desember 2019 10:47 Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. 14. nóvember 2019 13:59 Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Sendingum fjölgað um 140 prósent í kjölfar stóru, erlendu verslunardaganna Þá varð 43 prósent aukning í sendingunum á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 6. desember 2019 10:47
Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. 14. nóvember 2019 13:59
Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31