Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 13:59 Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu. Íslandspóstur Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. Það sé ekki einelti þegar fólk rífist. Um og yfir tuttugu manns starfa hjá Íslandspósti á Selfossi. Hildur Ýr Tryggvadóttir greindi frá því á Facebook í gær að henni hefði verið sagt upp störfum. Sagði hún uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hefði farið á fund með yfirmanni og starfsmannastjóra þar sem hún greindi frá einelti. „Á mánudaginn átti ég fund með yfirmanni og starfsmannastjóra íslandspósts og var að leggja framm kvörtun vegna eineltis sem ég hef orðið fyrir á vinnustaðnum að hálfu annarra starfsmanna. Í dag fékk ég þetta bréf! Aðdáunarvert að sjá hvernig svona stórt fyrirtæki tekur á eineltismálum,“ sagði Hildur Ýr.Í samtali við Mbl.is segir Hildur Ýr um langtímaeinelti að ræða, sérstaklega af hálfu næsta yfirmanns en einnig fleiri. Yfirmaðurinn hafi mismunað henni.Veikindavottorð og kvartanir á víxl „Við vísum algjörlega á bug að henni hafi verið sagt upp vegna eineltiskvörtunar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst. Málið sé mun flóknari en það virðist við fyrstu sýn. Ástandið á vinnustaðnum hafi verið rosalega erfitt undanfarin tvö ár. „Orðið einelti er orðið mjög gjaldfellt hugtak. Það er ekkert einelti ef fólk er að rífast.“ Eftir faglega skoðun sérfræðinga hafi ekki verið neinn fótur fyrir neinu einelti.Facebook-færsla Hildar Ýrar hefur vakið mikla athygli. „Það hafa myndast einhverjar fylkingar og svo er bara spurning hvor hópurinn er að kvarta undan honum og skilar inn veikindavottorðum þá vikuna,“ segir Birgir. Brugðist hafi verið við með því að senda inn sálfræðinga, utanaðkomandi sérfræðinga og mannauðsteymi til að koma hópnum í lag. En lítið hafi gengið.Flestir lifi í stríðsástandi „Auðvitað er hlutverk mitt og okkar að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það eru næstum því tuttugu aðrir starfsmenn sem lifa í stríðsástandi og vita aldrei hvaðan á þá stendur veðrið. Það er okkar ábyrgð að sjá til þess að fólk mæti í vinnuna og líði vel.“ Því hafi verið gripið til aðgerða og alls fjórum starfsmönnum sagt upp.Forstjóri Íslandspósts segir að deilur á Selfossi hafi komið verulega niður á þjónustunni sem Íslandspóstur vilji veita.Vísir/Vilhelm„Hún var ekki eini starfsmaðurinn sem sagt var upp. En við fengum strax frá henni þessa hótun um að fara í fjölmiðla. En þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við trúnaðarmenn og stéttarfélagið. Uppsögnin stenst 100 prósent skoðun.“ Ástandið hafi haft slæm áhrif á þá þjónustu sem Íslandspóstur vilji veita á Selfossi.Fólk verði að vilja vera með í liðinu Birgir segist vonast til þess að bjartari tímar séu framundan á Selfossi. Farið verði á fullt með starfsmannaþjálfun og leiðtogaþjálfun. Vísar hann til gríðarlega öflugrar starfsmannaþjónustu sem Íslandspóstur veiti. „En þetta byggir allt á því að fólk vilji vera með í liðinu,“ segir Birgir. Það séu ekkert allir sem vilji það. Forstöðumaður úr höfuðstöðvum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu hefur verið settur tímabundið í stól stöðvarstjóra á Selfossi til að stýra starfseminni og koma henni aftur í starfhæft ástand. Árborg Íslandspóstur Vinnumarkaður Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. Það sé ekki einelti þegar fólk rífist. Um og yfir tuttugu manns starfa hjá Íslandspósti á Selfossi. Hildur Ýr Tryggvadóttir greindi frá því á Facebook í gær að henni hefði verið sagt upp störfum. Sagði hún uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hefði farið á fund með yfirmanni og starfsmannastjóra þar sem hún greindi frá einelti. „Á mánudaginn átti ég fund með yfirmanni og starfsmannastjóra íslandspósts og var að leggja framm kvörtun vegna eineltis sem ég hef orðið fyrir á vinnustaðnum að hálfu annarra starfsmanna. Í dag fékk ég þetta bréf! Aðdáunarvert að sjá hvernig svona stórt fyrirtæki tekur á eineltismálum,“ sagði Hildur Ýr.Í samtali við Mbl.is segir Hildur Ýr um langtímaeinelti að ræða, sérstaklega af hálfu næsta yfirmanns en einnig fleiri. Yfirmaðurinn hafi mismunað henni.Veikindavottorð og kvartanir á víxl „Við vísum algjörlega á bug að henni hafi verið sagt upp vegna eineltiskvörtunar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst. Málið sé mun flóknari en það virðist við fyrstu sýn. Ástandið á vinnustaðnum hafi verið rosalega erfitt undanfarin tvö ár. „Orðið einelti er orðið mjög gjaldfellt hugtak. Það er ekkert einelti ef fólk er að rífast.“ Eftir faglega skoðun sérfræðinga hafi ekki verið neinn fótur fyrir neinu einelti.Facebook-færsla Hildar Ýrar hefur vakið mikla athygli. „Það hafa myndast einhverjar fylkingar og svo er bara spurning hvor hópurinn er að kvarta undan honum og skilar inn veikindavottorðum þá vikuna,“ segir Birgir. Brugðist hafi verið við með því að senda inn sálfræðinga, utanaðkomandi sérfræðinga og mannauðsteymi til að koma hópnum í lag. En lítið hafi gengið.Flestir lifi í stríðsástandi „Auðvitað er hlutverk mitt og okkar að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það eru næstum því tuttugu aðrir starfsmenn sem lifa í stríðsástandi og vita aldrei hvaðan á þá stendur veðrið. Það er okkar ábyrgð að sjá til þess að fólk mæti í vinnuna og líði vel.“ Því hafi verið gripið til aðgerða og alls fjórum starfsmönnum sagt upp.Forstjóri Íslandspósts segir að deilur á Selfossi hafi komið verulega niður á þjónustunni sem Íslandspóstur vilji veita.Vísir/Vilhelm„Hún var ekki eini starfsmaðurinn sem sagt var upp. En við fengum strax frá henni þessa hótun um að fara í fjölmiðla. En þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við trúnaðarmenn og stéttarfélagið. Uppsögnin stenst 100 prósent skoðun.“ Ástandið hafi haft slæm áhrif á þá þjónustu sem Íslandspóstur vilji veita á Selfossi.Fólk verði að vilja vera með í liðinu Birgir segist vonast til þess að bjartari tímar séu framundan á Selfossi. Farið verði á fullt með starfsmannaþjálfun og leiðtogaþjálfun. Vísar hann til gríðarlega öflugrar starfsmannaþjónustu sem Íslandspóstur veiti. „En þetta byggir allt á því að fólk vilji vera með í liðinu,“ segir Birgir. Það séu ekkert allir sem vilji það. Forstöðumaður úr höfuðstöðvum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu hefur verið settur tímabundið í stól stöðvarstjóra á Selfossi til að stýra starfseminni og koma henni aftur í starfhæft ástand.
Árborg Íslandspóstur Vinnumarkaður Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira