Skaðaminnkun er komin til að vera Alexandra Briem skrifar 19. apríl 2019 15:08 Skaðaminnkun snýst um að mæta fjölþættum vanda fólks sem er háð neyslu vímuefna með umburðarlyndi, virðingu og fordómaleysi og leggja áherslu á að minnka skaða óháð því að minnka neyslu. Bannstefnan þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að banna og koma í veg fyrir neyslu vímuefna hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Hún kemur líka niður á þeim sem hafa það verst. Við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Þegar fólk er í vanda þarf að hjálpa því, ekki refsa því.Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar er lögð áhersla á skaðaminnkandi nálgun. Strax eftir kosningar var lagt af stað með það verkefni að mynda heildræna stefnu til að taka á vanda heimilislausra með skaðaminnkun að leiðarljósi. Sú vegferð hófst á stórum samráðsfundi þar sem velferðarráð bauð tugum þeirra aðila sem starfa í og tengjast málaflokknum til samtals.Niðurstöður þeirrar vinnu er nú að vænta. Aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir fyrir árin 2019-2025 mun koma fyrir velferðarráð nú í apríl.Reynsla innlendra aðila og umfangsmikil rannsóknargögn erlendis frá skapa kjarnann í þessari metnaðarfullu áætlun sem miðar að því að enginn þurfi að sofa úti í Reykjavík. Við ætlum að nota snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum missi öll tök. Ég er fulltrúi Pírata í þessari vinnu og er stolt af árangrinum.Fáir aðrir en Píratar töluðu um skaðaminnkun sem hjartað í velferðarstefnu fyrir nokkrum árum. En það hugarfar virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa náð yfirhöndinni. Ekki bara í öðrum flokkum, heldur líka á meðal starfsfólks og íbúa. Því ber að fagna.,,Húsnæði fyrst” eða skilyrðislaust húsnæði er sú afstaða að fyrsta forgangsatriði sé að koma skjólshúsi yfir fólk í vanda og binda það ekki kröfu um að hætta neyslu eða byrja meðferð. Í húsnæðinu fær fólk stuðning við að leita sér aðstoðar og aðstoð við hæfi en ekki er tekið fram fyrir hendur þeirra. Ógninni um að fara aftur á götuna er ekki haldið yfir þeim.,,Húsnæði fyrst” snýst um samstarf og að gefa fólki hlutdeild í ákvarðanatöku sem það varðar. Að búa til möguleika sem henta ólíku fólki svo enginn þurfi að sofa úti og tryggja sérstaklega að áhættuhópar eins og þeir sem eru að ljúka meðferð, afplánun eða sjúkrahúsvist lendi ekki á götunni meðan þeirra bati er á viðkvæmum punkti.Það er ekki glæpur að vera í vandræðum, að vera heimilislaus eða að vera fíkill. Við hjálpum fólki ekki með því að refsa því, heldur með því að hjálpa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Skaðaminnkun snýst um að mæta fjölþættum vanda fólks sem er háð neyslu vímuefna með umburðarlyndi, virðingu og fordómaleysi og leggja áherslu á að minnka skaða óháð því að minnka neyslu. Bannstefnan þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að banna og koma í veg fyrir neyslu vímuefna hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Hún kemur líka niður á þeim sem hafa það verst. Við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Þegar fólk er í vanda þarf að hjálpa því, ekki refsa því.Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar er lögð áhersla á skaðaminnkandi nálgun. Strax eftir kosningar var lagt af stað með það verkefni að mynda heildræna stefnu til að taka á vanda heimilislausra með skaðaminnkun að leiðarljósi. Sú vegferð hófst á stórum samráðsfundi þar sem velferðarráð bauð tugum þeirra aðila sem starfa í og tengjast málaflokknum til samtals.Niðurstöður þeirrar vinnu er nú að vænta. Aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir fyrir árin 2019-2025 mun koma fyrir velferðarráð nú í apríl.Reynsla innlendra aðila og umfangsmikil rannsóknargögn erlendis frá skapa kjarnann í þessari metnaðarfullu áætlun sem miðar að því að enginn þurfi að sofa úti í Reykjavík. Við ætlum að nota snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum missi öll tök. Ég er fulltrúi Pírata í þessari vinnu og er stolt af árangrinum.Fáir aðrir en Píratar töluðu um skaðaminnkun sem hjartað í velferðarstefnu fyrir nokkrum árum. En það hugarfar virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa náð yfirhöndinni. Ekki bara í öðrum flokkum, heldur líka á meðal starfsfólks og íbúa. Því ber að fagna.,,Húsnæði fyrst” eða skilyrðislaust húsnæði er sú afstaða að fyrsta forgangsatriði sé að koma skjólshúsi yfir fólk í vanda og binda það ekki kröfu um að hætta neyslu eða byrja meðferð. Í húsnæðinu fær fólk stuðning við að leita sér aðstoðar og aðstoð við hæfi en ekki er tekið fram fyrir hendur þeirra. Ógninni um að fara aftur á götuna er ekki haldið yfir þeim.,,Húsnæði fyrst” snýst um samstarf og að gefa fólki hlutdeild í ákvarðanatöku sem það varðar. Að búa til möguleika sem henta ólíku fólki svo enginn þurfi að sofa úti og tryggja sérstaklega að áhættuhópar eins og þeir sem eru að ljúka meðferð, afplánun eða sjúkrahúsvist lendi ekki á götunni meðan þeirra bati er á viðkvæmum punkti.Það er ekki glæpur að vera í vandræðum, að vera heimilislaus eða að vera fíkill. Við hjálpum fólki ekki með því að refsa því, heldur með því að hjálpa því.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun