Eindrægni og sérdrægni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2019 07:00 Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun