Formúla 1

Sjöunda árið í röð sem Mercedes er á ráspól í breska kappakstrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bottas í eldlínunni í dag.
Bottas í eldlínunni í dag. vísir/getty
Ökuþórinn Valtteri Bottas er á rásspól fyrir breska Formúlu 1 kappaksturinn en Mercedes-liðsfélagararnir eru í efstu tveimur sætunum fyrir kappakstur morgundagsins.

Bottas kom rétt á undan samherja sínum hjá Mercedes, Lewis Hamilton í mark, en Bottas var 0,006 úr sekúndu á undan heimsmeistaranum. Lygilegur munur.







Charles Leclerc, frá Ferrari, var nokkuð óvænt í þriðja sætinu en hann sagðist hafa gert mistök í síðustu beygjunni. Hefði hann ekki gert þau hefði hann væntanlega verið á rásspól.

Red Bull á svo fjórða og fimmta sætið en Max Verstappen byrjar fjórði og fimmti verður Pierre Gasley. Sebastian Vettel náði sér ekki á strik og byrjar sjötti á morgun.

Útsending frá keppninni hefst klukkan 12.50 á Stöð 2 Sport á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×