Raunverulegan kaupmátt, takk Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun