Móðgunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun