Kæra foreldri. Þekkir þú reglurnar sem gilda um notkun léttra bifhjóla? Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:23 Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar