Kæra foreldri. Þekkir þú reglurnar sem gilda um notkun léttra bifhjóla? Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:23 Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar