Fatakeðjan Forever 21 sækir um gjaldþrotavernd Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 07:52 Verslun Forever 21 í London. Getty Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríska fataverslunarkeðjan Forever 21 hefur sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarískra gjaldþrotalaga. Stendur til að endurskipuleggja reksturinn meðan á greiðslustöðvun stendur og semja við lánardrottna. Til stendur að loka verslunum í fjörutíu löndum og fjölda verslana í Bandaríkjunum. Í frétt CNN segir að Forever 21 sé nýjasta fórnarlamb aukinnar netverslunar og þess að dregið hafi úr heimsóknum viðskiptavina í verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. Þá hafi skuldastaða og hátt leiguverð einnig gert fataversluninni erfitt fyrir. Forever 21 var stofnað í Kaliforníu á níunda áratugnum. Verslunum Forever 21 verður lokað í fjörutíu löndum, meðal annars Kanada og Japan, auk þess að 178 verslunum verður lokað í Bandaríkjunum. Linda Chang, dóttir stofnanda Forever 21, segist vona að með aðgerðunum verði hægt að einfalda reksturinn þannig að fatakeðjan geti einbeitt sér að því að gera það sem hún gerir best. Forever 21 hefur lagt áherslu á nýtískufatnað á lágu verði, en tekjur fatakeðjunnar hafa mikið dregist saman á síðustu árum. Þá hefur hún þurft að glíma við ákveðja vaxtaverki eftir sókn inn á nýja markaði, svo sem Kína.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent