Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 10:10 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins við Hafnartorg þangað sem Hringbraut hefur nú einnig flutt sig. Vísir/Vilhelm Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, greinir sjálfur frá þessu í frétt á Fréttablaðinu. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. DV áfram gefið út á prenti Starfsmannafundur hófst á Hafnartorgi klukkan 10 þar sem tíðindunum var deilt með starfsfólki. Samkvæm heimildum Vísis hefur starfsfólki hjá Fréttablaðinu verið tilkynnt að DV verði áfram gefið út á prentformi. Blaðið hefur verið gefið út á föstudögum undanfarin misseri. Þá var áréttað að um kaup væri að ræða, ekki sameiningu. Um væri að ræða tækifæri til að eiga stærstu vefmiðla landsins. Var meðal annars spurt af hverju DV væri líklegt til að hætta að tapa peningum með því að flytjast yfir á Fréttablaðið. Þeirri fyrirspurn var ekki svarað formlega en einhverjir höfðu á orði að samnýting á prentsmiðju og húsnæði myndi hjálpa til. Vefirnir ekki sameinaðir Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greindi frá því í gærkvöldi að líklegt væri að tilkynnt yrði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag - sem nú hefur verið gert. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Helgi vildi ekki tjá sig um kaupin í samtali við fréttastofu og vísaði á Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs. Helgi sagði samkvæmt heimildum Vísis á starfsmannafundinum í morgun að ekki stæði til að sameina vefina tvo, DV.is og frettabladid.is. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Um verður að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi í Morgunblaðinu, Mbl.is og K100. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent. Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 29. október 2019 08:00 Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. 13. desember 2019 08:35 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, greinir sjálfur frá þessu í frétt á Fréttablaðinu. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. DV áfram gefið út á prenti Starfsmannafundur hófst á Hafnartorgi klukkan 10 þar sem tíðindunum var deilt með starfsfólki. Samkvæm heimildum Vísis hefur starfsfólki hjá Fréttablaðinu verið tilkynnt að DV verði áfram gefið út á prentformi. Blaðið hefur verið gefið út á föstudögum undanfarin misseri. Þá var áréttað að um kaup væri að ræða, ekki sameiningu. Um væri að ræða tækifæri til að eiga stærstu vefmiðla landsins. Var meðal annars spurt af hverju DV væri líklegt til að hætta að tapa peningum með því að flytjast yfir á Fréttablaðið. Þeirri fyrirspurn var ekki svarað formlega en einhverjir höfðu á orði að samnýting á prentsmiðju og húsnæði myndi hjálpa til. Vefirnir ekki sameinaðir Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greindi frá því í gærkvöldi að líklegt væri að tilkynnt yrði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag - sem nú hefur verið gert. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Helgi vildi ekki tjá sig um kaupin í samtali við fréttastofu og vísaði á Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs. Helgi sagði samkvæmt heimildum Vísis á starfsmannafundinum í morgun að ekki stæði til að sameina vefina tvo, DV.is og frettabladid.is. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Um verður að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi í Morgunblaðinu, Mbl.is og K100. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 29. október 2019 08:00 Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. 13. desember 2019 08:35 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 29. október 2019 08:00
Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. 13. desember 2019 08:35
Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00
Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00