Viðskipti innlent

Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar

Davíð Stefánsson skrifar
Samkeppniseftirlitinu er heimilt samkvæmt 4. mgr. 17. greinar samkeppnislaga að veita undanþágu frá banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda á meðan eftirlitið fjallar um hann.
Samkeppniseftirlitinu er heimilt samkvæmt 4. mgr. 17. greinar samkeppnislaga að veita undanþágu frá banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda á meðan eftirlitið fjallar um hann. Vísir/Vilhelm
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Samkeppniseftirlitinu er heimilt samkvæmt 4. mgr. 17. greinar samkeppnislaga að veita undanþágu frá banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda á meðan eftirlitið fjallar um hann. Er þar vísað til þess að félagið þurfi á auknum fjármunum að halda til að styrkja reksturinn. Undanþága þessi er þó háð þeim skilyrðum að ekki verði aðhafst nokkuð í rekstri Hringbrautar á undanþágutíma, sem mögulegt sé að vinda ofan af, verði ekki af samruna félaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×