List og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun