Tímamótaverkefni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar