Huggulegt matarboð þórlindur kjartansson skrifar 6. september 2019 07:00 Fátt er indælla en að fá góða vini í heimsókn og eiga saman gleðiríkar eða bljúgar stundir. En í amstri dagsins hefur fólk tilhneigingu til þess að mikla fyrir sér umstangið sem slíku fylgir. Loksins þegar fólk lætur verða af því að hittast þá liggur að baki sannkölluð skipulagsmartröð og jafnvel togstreita. Þannig tekst fólki stundum að gera jafnvel einföldustu hluti, eins og að brjóta brauð með vinum sínum, að einhvers konar verkfræðiæfingu sem útheimtir Excel-forritun og kvíðastillandi lyf. Oftast er það þó þannig að eftir matarboðin eru allir sáttir og sælir. Skilaboðin fljúga á milli um hvað það hafi verið gaman að hittast og að þetta hafi ekki verið neitt mál og „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En auðvitað eru til undantekningar. Um daginn heyrði ég af fólki sem ætlaði að bjóða vinum sínum í mat og gerðu brúðkaupsafmæli sitt að tilefni. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað í skilaboðaforriti: „Hæhæ. Til hamingju með brúðkaupsafmælið og takk kærlega fyrir að bjóða okkur í mat á föstudaginn eftir 3 vikur. Við þiggjum það að sjálfsögðu. Reyndar komumst við ekki þann dag en eigum auðveldara með að koma á sunnudaginn eftir 2 vikur. Þannig að við komum bara þá. Já, og við reyndar höfum ekki tíma til þess að borða kvöldmat þannig að við mætum bara í hádeginu.“ Gestgjafarnir urðu ögn hvumsa en féllust á tillöguna og svöruðu: „Ekkert mál. Sjáumst í brunch á sunnudaginn eftir tvær vikur.“ En skilaboðin urðu aðeins fleiri frá gestunum. „Æði. Við erum á ketó og mætum með okkar eigin mat. Vonum að það sé í lagi. Annað; við erum ljósfælin og það væri því gott að fá staðfestingu á því að það verði dregið fyrir alla glugga þegar við komum. Við fáum kannski að senda mann heim til ykkar einhvern tímann á laugardaginn til þess að skoða gardínurnar. Ef þær eru ekki nógu góðar, þá er það ekkert mál. Við erum meira en til í að láta setja upp nýjar gardínur fyrir ykkur og þið þurfið ekkert að borga fyrir það. Vonum að þetta sé í góðu lagi. Hlökkum geggjað til að hitta ykkur.“ Gestgjafarnir voru orðnir verulega hissa á þessum samskiptum. Þau höfðu haldið nokkur matarboð með vinum úr sama vinahópi vikurnar á undan og það hafði ekki verið neitt svona vesen. En góð vinátta er gulls ígildi, hugsuðu þau og héldu sínu striki. „Við verðum líklega lítið heima á laugardaginn. Getum ábyrgst að gluggatjöldin eru vel þétt :) Auk þess spáir skýjuðu, þannig að þetta verður ekkert mál. Sjáumst hress,“ var svarið sem þau ákváðu að senda.Engin fyrirhöfn Gestirnir voru fljótir að sjá skapandi lausnir á þessari stöðu. „Hæ hæ. Takk fyrir skilaboðin og skilninginn á ljósfælni okkar. Hún er alvöru vandamál. Er þá ekki bara best að þið skiljið íbúðina eftir opna á laugardaginn og okkar menn komi sér bara sjálfir inn og setji upp hlerana? Það er allt í lagi okkar vegna. Þeir geta þá skoðað í leiðinni hvort það sé eitthvað annað sem þurfi að laga fyrir boðið.“ Getsgjafarnir vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið og voru farin að velta fyrir sér hvort þetta væri hrekkur. Þau svöruðu: „Haha. Þið segið nokkuð. Eigum við kannski ekki bara að láta tæma stofuna þannig að þið getið komið með ykkar eigin húsgögn líka ;-). Sjáumst á sunnudaginn.“ Óhætt er að segja að þessi tilraun gestgjafanna hafi sprungið illilega í andlitið á þeim. Gestirnir svöruðu: „Vá. Þið eruð SVO GÓÐIR VINIR. Við ætluðum ekki að þora að spyrja um þetta. En þið þurfið alls ekki að hafa neinar áhyggjur af húsgögnunum. Við viljum alls ekki að það sé verið að hafa fyrir okkur þannig að mennirnir sem koma á laugardaginn geta bara séð um að taka út öll húsgögnin ykkar og koma með stólana sem henta betur fyrir okkur. Það er ekkert mál. Og við skulum passa upp á að þeir gangi vel frá þannig að þið verðið fljót að finna aftur ykkar eigin húsgögn og getið raðað þeim alveg eins og þið viljið þegar við erum farin.“ Gestgjafarnir svöruðu: „Eruð þið að grínast?“ En nei. Það var alls ekki. „Haha. Nei, ekkert grín. Við sjáum bara um að hreinsa til og gera íbúðina tilbúna fyrir matarboðið. Þetta verður rosa gaman. Sjáumst á sunnudaginn. P.S. Er í lagi að við komum með hafnaboltakylfur ef það yrði ráðist á okkur…óvíst að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir, og allt það?“Tens og lítið glens Matarboðið gekk víst bara vel. Kannski ekki mjög skemmtilegt. Andrúmsloftið er aðeins tens þegar gestirnir mæta vopnaðir og þá er erfiðara að vera með gaman og glens. Svo truflaði það einhverja nágranna að gestirnir lögðu bílnum sínum þvert yfir götuna þannig að enginn komst leiðar sinnar klakklaust. Og í þetta skipti var ekki hægt að segja eftir matarboðið að þetta hafi „ekki verið nein fyrirhöfn“ og gestgjafarnir ekki beint í skapi til að stinga upp á að „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En samt—alltaf gaman að hitta góða vini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátt er indælla en að fá góða vini í heimsókn og eiga saman gleðiríkar eða bljúgar stundir. En í amstri dagsins hefur fólk tilhneigingu til þess að mikla fyrir sér umstangið sem slíku fylgir. Loksins þegar fólk lætur verða af því að hittast þá liggur að baki sannkölluð skipulagsmartröð og jafnvel togstreita. Þannig tekst fólki stundum að gera jafnvel einföldustu hluti, eins og að brjóta brauð með vinum sínum, að einhvers konar verkfræðiæfingu sem útheimtir Excel-forritun og kvíðastillandi lyf. Oftast er það þó þannig að eftir matarboðin eru allir sáttir og sælir. Skilaboðin fljúga á milli um hvað það hafi verið gaman að hittast og að þetta hafi ekki verið neitt mál og „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En auðvitað eru til undantekningar. Um daginn heyrði ég af fólki sem ætlaði að bjóða vinum sínum í mat og gerðu brúðkaupsafmæli sitt að tilefni. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað í skilaboðaforriti: „Hæhæ. Til hamingju með brúðkaupsafmælið og takk kærlega fyrir að bjóða okkur í mat á föstudaginn eftir 3 vikur. Við þiggjum það að sjálfsögðu. Reyndar komumst við ekki þann dag en eigum auðveldara með að koma á sunnudaginn eftir 2 vikur. Þannig að við komum bara þá. Já, og við reyndar höfum ekki tíma til þess að borða kvöldmat þannig að við mætum bara í hádeginu.“ Gestgjafarnir urðu ögn hvumsa en féllust á tillöguna og svöruðu: „Ekkert mál. Sjáumst í brunch á sunnudaginn eftir tvær vikur.“ En skilaboðin urðu aðeins fleiri frá gestunum. „Æði. Við erum á ketó og mætum með okkar eigin mat. Vonum að það sé í lagi. Annað; við erum ljósfælin og það væri því gott að fá staðfestingu á því að það verði dregið fyrir alla glugga þegar við komum. Við fáum kannski að senda mann heim til ykkar einhvern tímann á laugardaginn til þess að skoða gardínurnar. Ef þær eru ekki nógu góðar, þá er það ekkert mál. Við erum meira en til í að láta setja upp nýjar gardínur fyrir ykkur og þið þurfið ekkert að borga fyrir það. Vonum að þetta sé í góðu lagi. Hlökkum geggjað til að hitta ykkur.“ Gestgjafarnir voru orðnir verulega hissa á þessum samskiptum. Þau höfðu haldið nokkur matarboð með vinum úr sama vinahópi vikurnar á undan og það hafði ekki verið neitt svona vesen. En góð vinátta er gulls ígildi, hugsuðu þau og héldu sínu striki. „Við verðum líklega lítið heima á laugardaginn. Getum ábyrgst að gluggatjöldin eru vel þétt :) Auk þess spáir skýjuðu, þannig að þetta verður ekkert mál. Sjáumst hress,“ var svarið sem þau ákváðu að senda.Engin fyrirhöfn Gestirnir voru fljótir að sjá skapandi lausnir á þessari stöðu. „Hæ hæ. Takk fyrir skilaboðin og skilninginn á ljósfælni okkar. Hún er alvöru vandamál. Er þá ekki bara best að þið skiljið íbúðina eftir opna á laugardaginn og okkar menn komi sér bara sjálfir inn og setji upp hlerana? Það er allt í lagi okkar vegna. Þeir geta þá skoðað í leiðinni hvort það sé eitthvað annað sem þurfi að laga fyrir boðið.“ Getsgjafarnir vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið og voru farin að velta fyrir sér hvort þetta væri hrekkur. Þau svöruðu: „Haha. Þið segið nokkuð. Eigum við kannski ekki bara að láta tæma stofuna þannig að þið getið komið með ykkar eigin húsgögn líka ;-). Sjáumst á sunnudaginn.“ Óhætt er að segja að þessi tilraun gestgjafanna hafi sprungið illilega í andlitið á þeim. Gestirnir svöruðu: „Vá. Þið eruð SVO GÓÐIR VINIR. Við ætluðum ekki að þora að spyrja um þetta. En þið þurfið alls ekki að hafa neinar áhyggjur af húsgögnunum. Við viljum alls ekki að það sé verið að hafa fyrir okkur þannig að mennirnir sem koma á laugardaginn geta bara séð um að taka út öll húsgögnin ykkar og koma með stólana sem henta betur fyrir okkur. Það er ekkert mál. Og við skulum passa upp á að þeir gangi vel frá þannig að þið verðið fljót að finna aftur ykkar eigin húsgögn og getið raðað þeim alveg eins og þið viljið þegar við erum farin.“ Gestgjafarnir svöruðu: „Eruð þið að grínast?“ En nei. Það var alls ekki. „Haha. Nei, ekkert grín. Við sjáum bara um að hreinsa til og gera íbúðina tilbúna fyrir matarboðið. Þetta verður rosa gaman. Sjáumst á sunnudaginn. P.S. Er í lagi að við komum með hafnaboltakylfur ef það yrði ráðist á okkur…óvíst að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir, og allt það?“Tens og lítið glens Matarboðið gekk víst bara vel. Kannski ekki mjög skemmtilegt. Andrúmsloftið er aðeins tens þegar gestirnir mæta vopnaðir og þá er erfiðara að vera með gaman og glens. Svo truflaði það einhverja nágranna að gestirnir lögðu bílnum sínum þvert yfir götuna þannig að enginn komst leiðar sinnar klakklaust. Og í þetta skipti var ekki hægt að segja eftir matarboðið að þetta hafi „ekki verið nein fyrirhöfn“ og gestgjafarnir ekki beint í skapi til að stinga upp á að „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En samt—alltaf gaman að hitta góða vini.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun