Topp tíu 2019 Dagur B. Eggertsson skrifar 30. desember 2019 11:30 Hef verið í nánast sjálfskipuðu fjölmiðlabanni yfir jólin en viðurkenni að mér finnst skemmtilegt að horfa aðeins um öxl áður en kemur að áramótum. Áramót er bæði tími þakklætis fyrir árið sem liðið er og tími vonar þegar horft er fram á nýtt ár. Ég viðurkenni að síðasti vetur var einhver sá þyngsti sem ég man eftir og ég byrjaði árið 2019 með staf mér við hlið. En lífið varð smám saman léttara undir fæti með hækkandi sól. Stafnum hef ég getað lagt með hjálp markvissrar og öflugrar lyfjameðferðar við gigtinni. Ég sprauta mig áfram einu sinni í viku og þannig helst þessi þráláti sjúkdómur í skefjum. Þetta er miklu betri staða en ég þorði að vona fyrir rúmu ári síðan þótt ég hafi þurfti að breyta ýmsu. En það er kannski bara hollt að taka til í gömlum siðum og ósiðum af og til. Á árs afmæli veikindanna lét ég meðal annars ljósmyndara Morgunblaðsins plata mig til að klifra upp í nýja og fallega vitann okkar við Sæbraut. Það var góð tilfinning. Ég hef óneitanlega margt til að vera þakklátur fyrir. Yndislega fjölskyldu. Frábært samstarfsfólk. Lífsgæðaborg. Starfsfólk borgarinnar stendur sig Það er ekki alltaf fyrir séð hvað fær mesta athygli fjölmiðla af vettvangi borgarinnar. Á hverjum degi vinnur almennt starfsfólk borgarinnar frábær störf í umönnun, kennslu og velferðarþjónustu, snjómokstri, sorphirðu, skipulagi eða borgarhönnun og því að gera borgina fallegri svo fátt eitt sé talið. Garðyrkjudeildin er til dæmis ein þeirra sem er búin að brillera á árinu. Velferðarsviðið hefur líka verið á fleygiferð með nýjungar í þjónustu, NPA-samninga, margs konar búsetuúrræði og nýtt neyðarskýli fyrir vímuefnaneytendur. En hvað kemst í fréttir? Það getur verið önnur saga. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sjá að fréttin um „hjólandi borgarstjórann“ var sú mest lesna á árinu hjá Kjarnanum. Ekki bara af borgarfréttum heldur yfir höfuð! Það er ótrúlega margt sem hægt væri að hafa mörg orð um af vettvangi borgarinnar sem er sífellt í framþróun og miklum blóma. Ég er ekki frá því að nýliðið ár sé – ólíkt því sem einhverjir spáðu í upphafi - eitt það afkastamesta og árangursríkasta í langan tíma. Hér er einhvers konar topp tíu listi ársins af vettvangi borgarmálanna: Tímamóta samningar Samningur um Borgarlínu, Miklubraut í stokk, stórátak í gerð hjóla- og göngustíga: samgöngupakkinn. Samningur um að innanlandsflug flytjist í Hvassahraun reynist það flugvallarstæði góður kostur. Húsnæði fyrir alla Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í borginni og aldrei hærra hlutfall þeirra á fjölbreyttum þéttingarsvæðum og á vegum óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja fyrir alls konar fólk. Byggingarverkefnum fyrir eldri borgara lauk í Mörk og Mjódd. Yfir fjögur hundruð stúdentaíbúðir eru langt komnar og ódýrar leiguíbúðir Bjargs eru í byggingu á fimm stöðum í borginni. Borg fyrir börn Full fjármögnuð uppbyggingaráætlun í leikskólamálum var samþykkt til að taka megi inn yngri börn og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Börnin í borginni stóðu sig best allra landhluta í nýbirtri Pisa-könnun. Skólaþróun fékk byr í seglin með nýrri menntastefnu og nýjum þróunar- og nýsköpunarsjóði fyrir skóla- og frístund. Jafnrétti Kynbundinn launamunur sem ekki skýrist af starfsaldri, menntun og fleiri afmörkuðum þáttum er kominn í 0,06%. Reykjavíkurborg hefur fengið jafnlaunavottun. Traustur rekstur Stjórnkerfi borgarinnar var einfaldað og umbætur gerðar á fjölmörgum sviðum. Rekstur borgarinnar skilar afgangi, fjárfestingar eru í sögulegu hámarki og fjárhagsstaðan er sterk hvort sem litið er til borgarsjóðs eða fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hef verið í nánast sjálfskipuðu fjölmiðlabanni yfir jólin en viðurkenni að mér finnst skemmtilegt að horfa aðeins um öxl áður en kemur að áramótum. Áramót er bæði tími þakklætis fyrir árið sem liðið er og tími vonar þegar horft er fram á nýtt ár. Ég viðurkenni að síðasti vetur var einhver sá þyngsti sem ég man eftir og ég byrjaði árið 2019 með staf mér við hlið. En lífið varð smám saman léttara undir fæti með hækkandi sól. Stafnum hef ég getað lagt með hjálp markvissrar og öflugrar lyfjameðferðar við gigtinni. Ég sprauta mig áfram einu sinni í viku og þannig helst þessi þráláti sjúkdómur í skefjum. Þetta er miklu betri staða en ég þorði að vona fyrir rúmu ári síðan þótt ég hafi þurfti að breyta ýmsu. En það er kannski bara hollt að taka til í gömlum siðum og ósiðum af og til. Á árs afmæli veikindanna lét ég meðal annars ljósmyndara Morgunblaðsins plata mig til að klifra upp í nýja og fallega vitann okkar við Sæbraut. Það var góð tilfinning. Ég hef óneitanlega margt til að vera þakklátur fyrir. Yndislega fjölskyldu. Frábært samstarfsfólk. Lífsgæðaborg. Starfsfólk borgarinnar stendur sig Það er ekki alltaf fyrir séð hvað fær mesta athygli fjölmiðla af vettvangi borgarinnar. Á hverjum degi vinnur almennt starfsfólk borgarinnar frábær störf í umönnun, kennslu og velferðarþjónustu, snjómokstri, sorphirðu, skipulagi eða borgarhönnun og því að gera borgina fallegri svo fátt eitt sé talið. Garðyrkjudeildin er til dæmis ein þeirra sem er búin að brillera á árinu. Velferðarsviðið hefur líka verið á fleygiferð með nýjungar í þjónustu, NPA-samninga, margs konar búsetuúrræði og nýtt neyðarskýli fyrir vímuefnaneytendur. En hvað kemst í fréttir? Það getur verið önnur saga. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sjá að fréttin um „hjólandi borgarstjórann“ var sú mest lesna á árinu hjá Kjarnanum. Ekki bara af borgarfréttum heldur yfir höfuð! Það er ótrúlega margt sem hægt væri að hafa mörg orð um af vettvangi borgarinnar sem er sífellt í framþróun og miklum blóma. Ég er ekki frá því að nýliðið ár sé – ólíkt því sem einhverjir spáðu í upphafi - eitt það afkastamesta og árangursríkasta í langan tíma. Hér er einhvers konar topp tíu listi ársins af vettvangi borgarmálanna: Tímamóta samningar Samningur um Borgarlínu, Miklubraut í stokk, stórátak í gerð hjóla- og göngustíga: samgöngupakkinn. Samningur um að innanlandsflug flytjist í Hvassahraun reynist það flugvallarstæði góður kostur. Húsnæði fyrir alla Aldrei hafa fleiri íbúðir verið í byggingu í borginni og aldrei hærra hlutfall þeirra á fjölbreyttum þéttingarsvæðum og á vegum óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja fyrir alls konar fólk. Byggingarverkefnum fyrir eldri borgara lauk í Mörk og Mjódd. Yfir fjögur hundruð stúdentaíbúðir eru langt komnar og ódýrar leiguíbúðir Bjargs eru í byggingu á fimm stöðum í borginni. Borg fyrir börn Full fjármögnuð uppbyggingaráætlun í leikskólamálum var samþykkt til að taka megi inn yngri börn og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Börnin í borginni stóðu sig best allra landhluta í nýbirtri Pisa-könnun. Skólaþróun fékk byr í seglin með nýrri menntastefnu og nýjum þróunar- og nýsköpunarsjóði fyrir skóla- og frístund. Jafnrétti Kynbundinn launamunur sem ekki skýrist af starfsaldri, menntun og fleiri afmörkuðum þáttum er kominn í 0,06%. Reykjavíkurborg hefur fengið jafnlaunavottun. Traustur rekstur Stjórnkerfi borgarinnar var einfaldað og umbætur gerðar á fjölmörgum sviðum. Rekstur borgarinnar skilar afgangi, fjárfestingar eru í sögulegu hámarki og fjárhagsstaðan er sterk hvort sem litið er til borgarsjóðs eða fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er borgarstjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar