Handbolti

Aron með skotföstustu mönnum álfunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron í leik með Barcelona gegn PSG fyrr í vetur.
Aron í leik með Barcelona gegn PSG fyrr í vetur.

Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona og landsliðsmaður í handbolta, er einn af fimm skotföstustu leikmönnum Evrópu samkvæmt nýrri tölfræði sem EHF, Handknattleikssamband Evrópu, tók saman.

Samkvæmt frétt EHF eru fimm leikmenn sem bera af í Evrópu. Þeir eru Lasse Andersson (Danmörk), Dainis Kristopans (Lettland), Raul Enterrios (Spánn), Roman Legarde (Frakkland) og svo Aron Pálmarsson.

Í fréttinni er Aroni lýst sem skapandi leikmanni með mikla skotógn. Er það talið ein af ástæðum þess að Barcelona sóttist eftir kröftum hans. Aron hefur verið að glíma við meiðsli á undanförnum árum en er kominn í sitt besta form og ætti því að vera einkar öflugur á Evrópumótinu sem fram fer í janúar.

Ásamt því að hafa lagt upp ófá mörkin í Meistaradeild Evrópu þá hefur Aron skorað 35 mörk. Á síðustu leiktíð mældist skot hans gegn PGE Vive Kielce á 132 kílómetra hraða. Hér að neðan má sjá mark sem Aron sem skoraði með íslenska landsliðinu gegn Króatíu sem mældist á 115 kílómetrahraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×