Innvígt og innmúrað símtal Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 23. desember 2019 11:00 Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar