Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Hlín Bolladóttir skrifar 10. desember 2019 11:00 Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar