At­letico á­fram, Ron­aldo á skotskónum og marka­veisla hjá PSG | Úr­slitin og loka­niður­staðan í riðlunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar í kvöld.
Ronaldo fagnar í kvöld. vísir/getty

Atletico Madrid varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er liðið vann 2-0 sigur á Lokomotiv Moskvu í kvöld.

Madrídingar þurftu að vinna á heimavelli og gerðu það. Kieran Trippier klúðraði vítaspyrnu á þriðju mínútu en Joao Felix kom þeim svo yfir úr vítaspyrnu númer tvö eftir stundarfjórðung.

Staðan var 1-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks var það svo Felipe sem tvöfaldaði forystuna og skaut Atletico Madrid í næstu umferð.
Í sama riðli vann Juventus 2-0 sigur á Bayer Leverkusen. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið á 75. mínútu og í uppbótartíma skoraði Gonzalo Higuain.
PSG var í stuði á heimavelli gegn Galatasaray. Mauro Icardo, Pablo Sarabio, Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani skoruðu eitt mark hver.
Real Madrid vann svo 3-1 sigur á Club Brugge á útivelli. Rodrygo kom Real yfir en Hans Vanaken jafnaði. Vincius Junior og Luka Modric gerðu svo út um leikinn fyrir Real.

A-riðill:
Club Brugge - Real Madrid 1-3
PSG - Galatasaray 5-0
Staðan: PSG 16 stig, Real Madrid 11, Club Brugge 3, Galatasaray 2.

B-riðill:
Bayern München - Tottenham 3-1
Olympiakos - Rauða Stjarnan 0-1
Staðan: Bayern München 18 stig, Tottenham 10, Rauða Stjarnan 6 stig, Olympiaoks 1.

C-riðill:
Dinamo Zagreb - Man. City 1-4
Shktar - Atalanta 0-3
Staðan: Man. City 14 stig, Atalanta 7, Shaktar 6, Dinamo Zagreb 5.

D-riðill:
Atletico Madrid - Lokmotiv Moskvu 2-0
Bayer Leverkusen - Juventus 0-2
Staðan: Juventus 16 stig, Atletico Madrid 10, Bayer Leverkusen 6, Lokomotiv Moskva 3.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.