At­letico á­fram, Ron­aldo á skotskónum og marka­veisla hjá PSG | Úr­slitin og loka­niður­staðan í riðlunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar í kvöld.
Ronaldo fagnar í kvöld. vísir/getty

Atletico Madrid varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er liðið vann 2-0 sigur á Lokomotiv Moskvu í kvöld.

Madrídingar þurftu að vinna á heimavelli og gerðu það. Kieran Trippier klúðraði vítaspyrnu á þriðju mínútu en Joao Felix kom þeim svo yfir úr vítaspyrnu númer tvö eftir stundarfjórðung.

Staðan var 1-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks var það svo Felipe sem tvöfaldaði forystuna og skaut Atletico Madrid í næstu umferð.







Í sama riðli vann Juventus 2-0 sigur á Bayer Leverkusen. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið á 75. mínútu og í uppbótartíma skoraði Gonzalo Higuain.







PSG var í stuði á heimavelli gegn Galatasaray. Mauro Icardo, Pablo Sarabio, Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani skoruðu eitt mark hver.







Real Madrid vann svo 3-1 sigur á Club Brugge á útivelli. Rodrygo kom Real yfir en Hans Vanaken jafnaði. Vincius Junior og Luka Modric gerðu svo út um leikinn fyrir Real.

A-riðill:

Club Brugge - Real Madrid 1-3

PSG - Galatasaray 5-0

Staðan: PSG 16 stig, Real Madrid 11, Club Brugge 3, Galatasaray 2.

B-riðill:

Bayern München - Tottenham 3-1

Olympiakos - Rauða Stjarnan 0-1

Staðan: Bayern München 18 stig, Tottenham 10, Rauða Stjarnan 6 stig, Olympiaoks 1.

C-riðill:

Dinamo Zagreb - Man. City 1-4

Shktar - Atalanta 0-3

Staðan: Man. City 14 stig, Atalanta 7, Shaktar 6, Dinamo Zagreb 5.

D-riðill:

Atletico Madrid - Lokmotiv Moskvu 2-0

Bayer Leverkusen - Juventus 0-2

Staðan: Juventus 16 stig, Atletico Madrid 10, Bayer Leverkusen 6, Lokomotiv Moskva 3.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira