Sóknarfæri í ferðaþjónustu Sigurður Valur Sigurðsson skrifar 11. desember 2019 12:00 Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem erlendum gestum og flugferðum til og frá landinu fækkar skiptir máli að hámarka virði allra þeirra sem sækja landið heim. Að horfa til þess að fjölga þeim ferðamönnum sem kallast „betur borgandi gestir“ er mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og grundvöllur þess að ná jafnvægi í henni eftir öfgakennt vaxtarskeið. Alþjóðabankinn birti nýverið spá um viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi og spáir vexti á þessu sviði sem er tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en á heimsvísu næstu 10 árin. Þeir gestir sem flokkast undir viðskiptaferðamenn eru þeir sem koma til landsins til að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og sýningum. Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma. Stefnurammi ríkisstjórnarinnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er „Arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð“. Það að byggja betur undir viðskiptaferðaþjónustu, nú þegar áætlaður vöxtur er innan þeirrar greinar, er gott tækifæri til að styðja við þá stefnu því þeir ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert. Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur frá árinu 2012 haft það hlutverk að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og markaðssetja Reykjavík og Ísland fyrir viðskiptaferðamenn með áherslur á ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði og hefur vöxturinn frá því að verkefnið fór af stað verið að jafnaði 18,8% milli ára skv. greiningu Alþjóðabankans. Á þessum árum höfum við byggt upp einstakt tengslanet og notið sívaxandi ávinnings af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Fram undan eru tækifæri, t.d. með uppbyggingu fyrsta 5 stjörnu hótelsins á Íslandi, Marriott, við Hörpuna, Iceland Parliament Hotel við Austurvöll auk fjölda áhugaverða uppbyggingaverkefna víða um land. Það er því er mikilvægt að við aukum enn sókn okkar á þessum vettvangi. Við getum nýtt þá þekkingu og tengslanetið sem búið er að byggja upp til þess að stækka þennan hóp ferðamanna enn frekar. Með þessu fylgjum við fast eftir stefnu ríkisstjórnarinnar með því að byggja undir betur borgandi gesti á Íslandi, viðskiptaferðamenn nýta innviði okkar með mun ábyrgari hætti en aðrar tegundir ferðamanna og því líklegri til að að vera í sátt við land og þjóð.Höfundur er markaðsstjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem erlendum gestum og flugferðum til og frá landinu fækkar skiptir máli að hámarka virði allra þeirra sem sækja landið heim. Að horfa til þess að fjölga þeim ferðamönnum sem kallast „betur borgandi gestir“ er mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og grundvöllur þess að ná jafnvægi í henni eftir öfgakennt vaxtarskeið. Alþjóðabankinn birti nýverið spá um viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi og spáir vexti á þessu sviði sem er tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en á heimsvísu næstu 10 árin. Þeir gestir sem flokkast undir viðskiptaferðamenn eru þeir sem koma til landsins til að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og sýningum. Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma. Stefnurammi ríkisstjórnarinnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er „Arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð“. Það að byggja betur undir viðskiptaferðaþjónustu, nú þegar áætlaður vöxtur er innan þeirrar greinar, er gott tækifæri til að styðja við þá stefnu því þeir ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert. Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur frá árinu 2012 haft það hlutverk að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og markaðssetja Reykjavík og Ísland fyrir viðskiptaferðamenn með áherslur á ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði og hefur vöxturinn frá því að verkefnið fór af stað verið að jafnaði 18,8% milli ára skv. greiningu Alþjóðabankans. Á þessum árum höfum við byggt upp einstakt tengslanet og notið sívaxandi ávinnings af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Fram undan eru tækifæri, t.d. með uppbyggingu fyrsta 5 stjörnu hótelsins á Íslandi, Marriott, við Hörpuna, Iceland Parliament Hotel við Austurvöll auk fjölda áhugaverða uppbyggingaverkefna víða um land. Það er því er mikilvægt að við aukum enn sókn okkar á þessum vettvangi. Við getum nýtt þá þekkingu og tengslanetið sem búið er að byggja upp til þess að stækka þennan hóp ferðamanna enn frekar. Með þessu fylgjum við fast eftir stefnu ríkisstjórnarinnar með því að byggja undir betur borgandi gesti á Íslandi, viðskiptaferðamenn nýta innviði okkar með mun ábyrgari hætti en aðrar tegundir ferðamanna og því líklegri til að að vera í sátt við land og þjóð.Höfundur er markaðsstjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík).
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun