Sportpakkinn: „Golfnördinn“ Tiger Woods mætir með sitt lið til leiks í Forsetabikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 15:00 Tiger Woods á blaðamannafundi fyrir Forsetabikarinn. Getty/Daniel Pockett Forsetabikarinn í golfi er framundan á Stöð 2 Golf og þar mun reyna á Tiger Woods bæði sem kylfing og sem fyrirliða bandaríska liðsins. Arnar Björnsson skoðaði betur Forsetabikarinn sem hefst í Ástralíu í kvöld. Keppni um forsetabikarinn í golfi hefst á Royal Melbourne golfvellinum í kvöld. Þetta er í þrettánda sinn sem keppnin er haldin. Tiger Woods er fyrirliði úrvalsliðs Bandaríkjanna en Ernie Els fer fyrir heimsúrvalinu. Evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir. Bandaríkjamenn hafa unnið 10 sinnum en heimsúrvalið aðeins einu sinni, árið 1998. Jafntefli varð niðurstaðan 2003. 12 kylfingar eru í hvoru liði en keppnin hefst með fimm leikjum í fjórbolta. Tiger Woods og Justin Thomas mæta Ástralanum Marc Leishman og Chilemanninum, Joaquín Niemann í 1. umferðinni. Niemann er 21. árs og er einn sjö kylfinga sem aldrei áður hefur tekið þátt í forsetabikarnum. Fimm nýliðar eru í úrvalsliði Bandaríkjanna. „Ég er bjartsýnn og hef haft góða tilfinningu fyrir keppninni síðustu mánuði. Mér finnst kraftur í okkur nokkuð sem hefur vantað í síðustu bikarkeppnum. Það er ekki gaman að vera alltaf í liðinu sem tapar. Nú er tækifæri fyrir okkur og þá sérstaklega fyrir mig. Ernie Els er búinn að vinna heimavinnuna og vonandi verðum við í stuði, ég er ánægður með stemninguna hingað til“, segir Ástralinn Adam Scott. Ricky Fowler er ánægður með fyrirliðann sinn, Tiger Woods. „Tiger er golf „nörd“ eins og við. Hann elskar íþróttina. Þegar tekur sér hvíld stundar hann dýfingar og þannig slappar hann af frá golfinu. Við þurfum að hafa eitthvað fyrir stafni til að hvíla okkur. Við eyðum miklum tíma í að spila, æfa eða að hugsa um golf. Það vita allir að Tiger sefur ekki mikið og við vöknum á morgnana erum við með fullt af skilaboðum frá Tiger sem hann sendir um miðjar nætur. Hann getur ekki sofið því hann er alltaf að hugsa um golfið“, segir Ricky Fowler. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi byrjar á Stöð 2 golf klukkan 22.30 í kvöld. Frétt Arnars Björnssonar er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Tiger Woods mætir með sitt lið til leiks í Forsetabikarnum Golf Sportpakkinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Forsetabikarinn í golfi er framundan á Stöð 2 Golf og þar mun reyna á Tiger Woods bæði sem kylfing og sem fyrirliða bandaríska liðsins. Arnar Björnsson skoðaði betur Forsetabikarinn sem hefst í Ástralíu í kvöld. Keppni um forsetabikarinn í golfi hefst á Royal Melbourne golfvellinum í kvöld. Þetta er í þrettánda sinn sem keppnin er haldin. Tiger Woods er fyrirliði úrvalsliðs Bandaríkjanna en Ernie Els fer fyrir heimsúrvalinu. Evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir. Bandaríkjamenn hafa unnið 10 sinnum en heimsúrvalið aðeins einu sinni, árið 1998. Jafntefli varð niðurstaðan 2003. 12 kylfingar eru í hvoru liði en keppnin hefst með fimm leikjum í fjórbolta. Tiger Woods og Justin Thomas mæta Ástralanum Marc Leishman og Chilemanninum, Joaquín Niemann í 1. umferðinni. Niemann er 21. árs og er einn sjö kylfinga sem aldrei áður hefur tekið þátt í forsetabikarnum. Fimm nýliðar eru í úrvalsliði Bandaríkjanna. „Ég er bjartsýnn og hef haft góða tilfinningu fyrir keppninni síðustu mánuði. Mér finnst kraftur í okkur nokkuð sem hefur vantað í síðustu bikarkeppnum. Það er ekki gaman að vera alltaf í liðinu sem tapar. Nú er tækifæri fyrir okkur og þá sérstaklega fyrir mig. Ernie Els er búinn að vinna heimavinnuna og vonandi verðum við í stuði, ég er ánægður með stemninguna hingað til“, segir Ástralinn Adam Scott. Ricky Fowler er ánægður með fyrirliðann sinn, Tiger Woods. „Tiger er golf „nörd“ eins og við. Hann elskar íþróttina. Þegar tekur sér hvíld stundar hann dýfingar og þannig slappar hann af frá golfinu. Við þurfum að hafa eitthvað fyrir stafni til að hvíla okkur. Við eyðum miklum tíma í að spila, æfa eða að hugsa um golf. Það vita allir að Tiger sefur ekki mikið og við vöknum á morgnana erum við með fullt af skilaboðum frá Tiger sem hann sendir um miðjar nætur. Hann getur ekki sofið því hann er alltaf að hugsa um golfið“, segir Ricky Fowler. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi byrjar á Stöð 2 golf klukkan 22.30 í kvöld. Frétt Arnars Björnssonar er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Tiger Woods mætir með sitt lið til leiks í Forsetabikarnum
Golf Sportpakkinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira