Bílar

Vetrardekkin skipta máli

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vetrarfærð er nú á landinu.
Vetrarfærð er nú á landinu.

Við hér á Íslandi búum við þær aðstæður að í sex mánuði af 12 má búast við snjó og vetrarfærð á vegum úti. Það er því afar mikilvægt að vera á góðum dekkjum.

Mynsturdýpt hjólbarða skal vera að lágmarki 3 mm yfir vetrar tímann, það er frá 1. nóvember til 14. apríl.

Þó bílar séu fjórhjóladrifnir þarf samt að setja þá á vetrardekk eða vera á góðum heilsársdekkjum. Sumardekkin koma manni ekki langt, auk þess sem þau eru afar óörugg.

Þetta prófuðu nokkrir gárungar á youtube-rásinni Tyre Reviews. Þar kom fjórhjóladrifið að litlu gagni gegn góðum vetrardekkjum.

Þá prófuðu sömu aðilar einnig ódýr vetrardekk gegn dýrari gerð. Það myndband má sjá hér að neðan. Mikilvægt er að hafa í huga að dýrustu dekkin eru ekki endilega þau bestu. Eins og sjá má í myndbandinu.


Tengdar fréttir

Vilja ekki nagladekk

„Auðvitað togast þetta alltaf á, það er öryggismál og umhverfismál,“ segir Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.